Erlent

Reeves skipuð fjár­mála­ráð­herra fyrst breskra kvenna

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Reeves hefur setið á þingi frá árinu 2010.
Reeves hefur setið á þingi frá árinu 2010. EPA

Breska stjórnmálakonan Rachel Reeves var í dag skipuð fjármálaráðherra Bretlands fyrst kvenna eftir stórsigur Verkamannaflokksins í núliðnum þingkosningum. 

Reeves hefur setið á breska þinginu frá árinu 2010 en fyrir það starfaði hún sem hagfræðingur, bæði hjá Englandsbanka og Halifax Bank of Scotland. Hún gekk í Verkamannaflokkinn sautján ára gömul og lærði heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði í Oxford háskóla. 

Í jómfrúrræðu sinni á breska þinginu árið 2010 hét Reeves að berjast fyrir atvinnuöryggi, hagvexti og velmegun. 

Reeves birti færslu á X í dag þar sem hún sagði heiður lífs síns að vera skipuð fjármálaráðherra. „Hagvöxtur var ætlunarverk Verkamannaflokksins. Nú er hann ætlunarverk þjóðarinnar. Förum að vinna,“ segir í færslu Reeves. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×