Líf og dauði leikur á hnífsegg Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. júlí 2024 11:37 Frumleg og örlítið furðuleg hugmynd hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða árið 2009 – að þróa og framleiða lækningavörur úr fiskroði. Verðlaunin voru 3 milljónir króna og 40 ráðgjafatímar hjá Atvinnuþróunarfélagið Vestfjarða. Það er óhætt að segja að hugmyndinni hafi vaxið fiskur um hrygg síðan þá, því upphafsmaðurinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson hefur byggt um eitt öflugasta fyrirtæki landsins, stuðlað að lækningu tugþúsunda manna sem margir höfðu misst vonina, og skapað gríðarleg verðmæti fyrir íslenska þjóðarbúið. Hróður Kerecis hefur borist víða og nýjasta rósin í hnappagat félagsins er tilnefning til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna sem verða afhent á Möltu á þriðjudaginn kemur. Almenningur getur tekið þátt í kjörinu með þátttöku í netkosningu og ég hvet alla Íslendinga til að leggja sitt af mörkum á https://bit.ly/epoaward. Verðlaunum af þessari stærðargráðu fylgir mikill sýnileiki, sem stuðlar að hraðari dreifingu á lækningarvörum frá Kerecis um heiminn og að fleiri sjúklingar fái notið þeirra. Það leiðir til aukinna umsvifa hér heima, fjölgunar starfa og meiri verðmætasköpunar fyrir land og þjóð. Um svipað leyti og Kerecis vann Nýsköpunarkeppni Vestfjarða lagði Tækniþróunarsjóður félaginu til stuðning upp á eina milljón króna. Samkvæmt stofnandanum Guðmundi Fertram skiptu þessir fjármunir sköpum og án þeirra er óvíst að félagið hefði komist á legg. Sagan af Kerecis sýnir glöggt hvernig líf og dauði leikur á hnífsegg. Ef stuðningur í formi smáaura hefði ekki komið til, hefði samfélagið orðið af tugmilljarða tekjum, nýjum störfum og heimurinn misst af lækningavöru sem bætir líf og líðan fólks. Nýsköpunarstuðningur við athafnafólk með góðar hugmyndir er ekki sóun á opinberu fé heldur gerir það frumkvöðlum mögulegt að taka áhættur með hugmyndirnar sínar og borga samfélaginu margfalt tilbaka. Hagkerfið okkar þarf á því að halda að hér séu fleiri stoðir, aukin útflutningsverðmæti munu tryggja okkur fleiri tækifæri og aukin lífsgæði. Viðurkenningar og sýnileiki íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi skiptir okkur því öll miklu máli. Þess vegna tek ég þátt í netkosningunni og kýs rétt á https://bit.ly/epoaward. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Frumleg og örlítið furðuleg hugmynd hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða árið 2009 – að þróa og framleiða lækningavörur úr fiskroði. Verðlaunin voru 3 milljónir króna og 40 ráðgjafatímar hjá Atvinnuþróunarfélagið Vestfjarða. Það er óhætt að segja að hugmyndinni hafi vaxið fiskur um hrygg síðan þá, því upphafsmaðurinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson hefur byggt um eitt öflugasta fyrirtæki landsins, stuðlað að lækningu tugþúsunda manna sem margir höfðu misst vonina, og skapað gríðarleg verðmæti fyrir íslenska þjóðarbúið. Hróður Kerecis hefur borist víða og nýjasta rósin í hnappagat félagsins er tilnefning til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna sem verða afhent á Möltu á þriðjudaginn kemur. Almenningur getur tekið þátt í kjörinu með þátttöku í netkosningu og ég hvet alla Íslendinga til að leggja sitt af mörkum á https://bit.ly/epoaward. Verðlaunum af þessari stærðargráðu fylgir mikill sýnileiki, sem stuðlar að hraðari dreifingu á lækningarvörum frá Kerecis um heiminn og að fleiri sjúklingar fái notið þeirra. Það leiðir til aukinna umsvifa hér heima, fjölgunar starfa og meiri verðmætasköpunar fyrir land og þjóð. Um svipað leyti og Kerecis vann Nýsköpunarkeppni Vestfjarða lagði Tækniþróunarsjóður félaginu til stuðning upp á eina milljón króna. Samkvæmt stofnandanum Guðmundi Fertram skiptu þessir fjármunir sköpum og án þeirra er óvíst að félagið hefði komist á legg. Sagan af Kerecis sýnir glöggt hvernig líf og dauði leikur á hnífsegg. Ef stuðningur í formi smáaura hefði ekki komið til, hefði samfélagið orðið af tugmilljarða tekjum, nýjum störfum og heimurinn misst af lækningavöru sem bætir líf og líðan fólks. Nýsköpunarstuðningur við athafnafólk með góðar hugmyndir er ekki sóun á opinberu fé heldur gerir það frumkvöðlum mögulegt að taka áhættur með hugmyndirnar sínar og borga samfélaginu margfalt tilbaka. Hagkerfið okkar þarf á því að halda að hér séu fleiri stoðir, aukin útflutningsverðmæti munu tryggja okkur fleiri tækifæri og aukin lífsgæði. Viðurkenningar og sýnileiki íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi skiptir okkur því öll miklu máli. Þess vegna tek ég þátt í netkosningunni og kýs rétt á https://bit.ly/epoaward. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun