Sigmundi Davíð svarað Björn Bjarnason skrifar 6. júlí 2024 12:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer mikinn hér á Vísi fimmtudaginn 4. júlí. Hann telur hæfa málstað sínum að uppnefna Sjálfstæðisflokkinn. Annað efni greinarinnar er í sama anda. Fyrir Sigmundi Davíð vakir að skýra hvers vegna hann og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, studdu ekki að mannréttindastofnun yrði komið á fót þótt þeir hefðu samþykkt ályktun alþingis sem skuldbatt íslensk stjórnvöld til að stofna hana. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, benti á þessa tvöfeldni miðflokksmanna í grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. júlí. Hún færir fleiri rök fyrir máli sínu á Vísi 5. júlí þegar hún svarar Sigmundi Davíð. Yfirlýsing Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu 2. júlí um að hann og Bergþór haldi sínu striki hvort sem gangi vel eða illa varð til þess að ég skrifaði þann dag pistil á vefsíðu mína, bjorn.is, undir fyrirsögninni: Tvöfeldni Sigmundar Davíðs. Þar nefndi ég fimm dæmi fyrirsögninni til stuðnings: 1. Vegna straums flóttamanna og hælisleitenda frá Sýrlandi síðsumars 2015 kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) forsætisráðherra á fót sérstakri ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Hann boðaði mikilvægi þess að stjórn og stjórnarandstaða, stofnanir, sveitarfélög og samfélagið allt sameinaðist til að takast á við þennan vanda. Til varð nefnd allra þingflokka sem samdi útlendingalöggjöf sem samþykkt var 2016. Nú sver SDG af sér alla ábyrgð á slíkri samstöðu. 2. SDG hitti David Cameron, þáv. forsætisráðherra Breta, á fundi í Reykjavík í október 2015 og ræddi við hann hugmyndina um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutninga milli Íslands og Bretlands. Nú telur SDG allt tal um slíkan sæstreng aðför að fullveldi Íslands. 3. SDG sótti Parísarráðstefnuna um loftslagsmál og fagnaði sérstaklega niðurstöðu hennar 12. desember 2015 og hét hollustu íslenskra stjórnvalda við markmið Parísarsamkomulagsins. Nú hefur SDG snúist hugur um gildi þess að elta þessi markmið. 4. Árið 2019 samþykkti alþingi tillögu um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum felst krafa um að starfrækt sé sjálfstæð eftirlitsstofnun með mannréttindum. Tillögu um þetta samþykkti Bergþór Ólason. Nú kannast þingflokkur Miðflokksins ekkert við efni þessarar samþykktar og er andvígur mannréttindastofnun. 5. SDG spurði 16. maí 2024 á alþingi, hneykslaður yfir för Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur til Georgíu, hvort hún hefði lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands til pólitískra átaka þar og þetta væri eitthvað sem við gætum átt von á, að ráðherrar landsins tækju þátt í mótmælum í öðrum löndum. Í mars 2014 var SDG forsætisráðherra þegar hann lýsti velþóknun á för utanríkisráðherra og flokksbróður síns, Gunnars Braga Sveinssonar, á Sjálfstæðistorgið í Kyiv til stuðnings mótmælum gegn Rússum. Grein Sigmundar Davíðs hér á Vísi sýnir að hann er ófær um að festa hugann við þessi fimm málefni. Þess í stað veitist hann að mér persónulega, segir mig verða „illkvittnari“ með árunum og ég reki eins manns „skrímsladeild“. Viðbrögð flokksformannsins vekja spurningu um hvort málefnin skipti í raun engu máli. Ég skora á Sigmund Davíð að skýra sinnaskiptin í málunum fimm sem hér eru nefnd. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer mikinn hér á Vísi fimmtudaginn 4. júlí. Hann telur hæfa málstað sínum að uppnefna Sjálfstæðisflokkinn. Annað efni greinarinnar er í sama anda. Fyrir Sigmundi Davíð vakir að skýra hvers vegna hann og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, studdu ekki að mannréttindastofnun yrði komið á fót þótt þeir hefðu samþykkt ályktun alþingis sem skuldbatt íslensk stjórnvöld til að stofna hana. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, benti á þessa tvöfeldni miðflokksmanna í grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. júlí. Hún færir fleiri rök fyrir máli sínu á Vísi 5. júlí þegar hún svarar Sigmundi Davíð. Yfirlýsing Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu 2. júlí um að hann og Bergþór haldi sínu striki hvort sem gangi vel eða illa varð til þess að ég skrifaði þann dag pistil á vefsíðu mína, bjorn.is, undir fyrirsögninni: Tvöfeldni Sigmundar Davíðs. Þar nefndi ég fimm dæmi fyrirsögninni til stuðnings: 1. Vegna straums flóttamanna og hælisleitenda frá Sýrlandi síðsumars 2015 kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) forsætisráðherra á fót sérstakri ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Hann boðaði mikilvægi þess að stjórn og stjórnarandstaða, stofnanir, sveitarfélög og samfélagið allt sameinaðist til að takast á við þennan vanda. Til varð nefnd allra þingflokka sem samdi útlendingalöggjöf sem samþykkt var 2016. Nú sver SDG af sér alla ábyrgð á slíkri samstöðu. 2. SDG hitti David Cameron, þáv. forsætisráðherra Breta, á fundi í Reykjavík í október 2015 og ræddi við hann hugmyndina um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutninga milli Íslands og Bretlands. Nú telur SDG allt tal um slíkan sæstreng aðför að fullveldi Íslands. 3. SDG sótti Parísarráðstefnuna um loftslagsmál og fagnaði sérstaklega niðurstöðu hennar 12. desember 2015 og hét hollustu íslenskra stjórnvalda við markmið Parísarsamkomulagsins. Nú hefur SDG snúist hugur um gildi þess að elta þessi markmið. 4. Árið 2019 samþykkti alþingi tillögu um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum felst krafa um að starfrækt sé sjálfstæð eftirlitsstofnun með mannréttindum. Tillögu um þetta samþykkti Bergþór Ólason. Nú kannast þingflokkur Miðflokksins ekkert við efni þessarar samþykktar og er andvígur mannréttindastofnun. 5. SDG spurði 16. maí 2024 á alþingi, hneykslaður yfir för Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur til Georgíu, hvort hún hefði lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands til pólitískra átaka þar og þetta væri eitthvað sem við gætum átt von á, að ráðherrar landsins tækju þátt í mótmælum í öðrum löndum. Í mars 2014 var SDG forsætisráðherra þegar hann lýsti velþóknun á för utanríkisráðherra og flokksbróður síns, Gunnars Braga Sveinssonar, á Sjálfstæðistorgið í Kyiv til stuðnings mótmælum gegn Rússum. Grein Sigmundar Davíðs hér á Vísi sýnir að hann er ófær um að festa hugann við þessi fimm málefni. Þess í stað veitist hann að mér persónulega, segir mig verða „illkvittnari“ með árunum og ég reki eins manns „skrímsladeild“. Viðbrögð flokksformannsins vekja spurningu um hvort málefnin skipti í raun engu máli. Ég skora á Sigmund Davíð að skýra sinnaskiptin í málunum fimm sem hér eru nefnd. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar