Sport

Tennis­fé­lag Kópa­vogs og Víkingur Ís­lands­meistarar í tennis

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frá vinstri: Selma Dagmar og Anna Soffía (báðar TFK) ásamt Garimu N. Kalugade og R. Ástu Guðnadóttur (báðar Víking).
Frá vinstri: Selma Dagmar og Anna Soffía (báðar TFK) ásamt Garimu N. Kalugade og R. Ástu Guðnadóttur (báðar Víking). Tennissamband Íslands

Tennisfélag Kópaovgs (TFK) og Víkingur urðu á föstudag Íslandsmeistarar í liðakeppni Tennissambands Íslands. Keppt var í Víkinni, á tennisvöllum Víkings.

Kvennalið TFK lagði Víking 2-1 í úrslitum. Þær Anna Soffía Grönholm og Selma Dagmar Óskarsdóttir lögðu Garimu N. Kalugade og R. Ástu Guðnadóttur í tvíliðaleik, 9-4.

Í einliðaleik kom Garima til baka á móti Önnu Soffíu. Eftir að tapa fyrsta settinu 1-6 þá vann Garima næstu sett 6-1 og 10-6. Á sama tíma vann Selma Dagmar örugga sigra á Ástu Guðnadóttur, 6-0 og 6-0.

Karlalið Víkings vann karlalið TFK 2-1 í úrslitaleiknum. Egill Sigurðsson og Raj K. Bonifacius frá Víking sigruðu Ómar Pál Jónasson og Sindra Snæ Svanbergsson í tvíliðaleik, lokatölur 9-1.

Freyr, Egill og Raj.Tennissamband Íslands

Í einliðaleik vann Egill öruggan sigur á Ómari Páli, 6-0 og 6-0. Þá vann Sindri einnig örugann sigur á Frey Pálssyni, 6-3 og 6-3.

Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur (HMR) var í 3. sæti í bæði karla- og kvenna keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×