Innlent

Fannst fyrir botni Birnudals

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom einnig að leitinni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom einnig að leitinni. Björgunarfélag Hornafjarðar

Björgunaraðilar fundu göngumanninn sem leitað var í gær fyrir botni Birnudals og var hann látinn þegar þeir komu að honum.

Útkall barst Björgunarfélagi Hornafjarðar í gærmorgun vegna einstaklings sem ekki hafði sést til í um það bil sólarhring, að því er félagið greinir frá í færslu á Facebook.

Þar kemur fram að við rannsókn lögreglu hafi verið talið líklegast að hann hafi ætlað að ganga krefjandi leið frá Kálfafellsstað upp á Birnudalstind.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var boðuð út og kom að leitinni ásamt Björgunarfélaginu.

„Sleðahópur lagði af stað frá Skálafellsjökli og skoðaði Miðfellsegg og svæði í kring um Birnudalstind og gekk síðan á móti gönguhóp sem lagði af stað frá Kálfafellsstað á sama tíma,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að gönguleiðin sem um ræðir sé krefjandi.


Tengdar fréttir

Göngumaðurinn fannst látinn

Göngumaðurinn sem leitað var að í gærmorgun í fjalllendi í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði fannst látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×