Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. júlí 2024 17:06 Viktor Jónsson hefur farið á kostum í Bestu deildinni í sumar. vísir/Anton „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. ÍA komst snemma yfir í leiknum og skoraði sitt fjórða mark með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og staðan því 4-0 í hálfleik. Viktor skynjaði þó ekki þessa yfirburði sem hans lið hafði í leiknum í upphafi leiks. „Ekki til að byrja með, en svo fundum við bara að mómentið var með okkur og við ætluðum okkur að nýta það. Við náðum inn þremur mörkum tiltölulega snemma, held ég, þetta er allt í móðu. Þegar leið á leikinn fundum við að við vorum alveg með yfirtökin og okkur langaði bara í meira. Við héldum í okkar konsept, við fórum aldrei fram úr okkur og vorum bara duglegir að vinna varnarvinnuna, þolinmóðir á boltann og það skilaði sér í þessum 8-0 sigri.“ Viktor hefur nú skorað 12 mörk í deildinni í sumar í 13 leikjum. Aðspurður út í þessa ógnvænlegu markaskorun sem og þá umræðu sem loðað hefur við hann í mörg ár, að hann eigi erfitt með að skora í efstu deild, þá svaraði Viktor því á þennan veg. „Hefði verið fínt að fá fimmta, þá hefði þetta verið 13 mörk í 13 leikjum. Bara vá! Ótrúlega gaman að finna markið loksins í efstu deild. Þetta var náttúrulega hávær umræða í byrjun og það er bara gaman að geta loksins sýnt fólki hvað býr í mér, eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér og bara frábært að sýna það loksins. Ekki „loksins að ég vissi ekki að ég gæti þetta eða ekki“ eins og Gummi Ben sagði í Stúkunni um daginn. Ég vissi að ég gæti þetta og það er gott að geta loksins sýnt öðrum.“ Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi þessa helgina sem endar með Lopapeysuballi í kvöld. Viktor segir liðið hafa verið staðráðið í því að taka þátt í fjörinu með því að sigra í dag. „Við vorum staðráðnir í því að gera þetta að góðum degi. Þetta hefði náttúrulega getað orðið algjör hamfaradagur hefðum við tapað í dag. Menn náðu að halda sér á jörðinni og fókusera á leikinn og kvöldið verður bara enn betra fyrir vikið,“ sagði Viktor að lokum. Besta deild karla ÍA Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
ÍA komst snemma yfir í leiknum og skoraði sitt fjórða mark með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og staðan því 4-0 í hálfleik. Viktor skynjaði þó ekki þessa yfirburði sem hans lið hafði í leiknum í upphafi leiks. „Ekki til að byrja með, en svo fundum við bara að mómentið var með okkur og við ætluðum okkur að nýta það. Við náðum inn þremur mörkum tiltölulega snemma, held ég, þetta er allt í móðu. Þegar leið á leikinn fundum við að við vorum alveg með yfirtökin og okkur langaði bara í meira. Við héldum í okkar konsept, við fórum aldrei fram úr okkur og vorum bara duglegir að vinna varnarvinnuna, þolinmóðir á boltann og það skilaði sér í þessum 8-0 sigri.“ Viktor hefur nú skorað 12 mörk í deildinni í sumar í 13 leikjum. Aðspurður út í þessa ógnvænlegu markaskorun sem og þá umræðu sem loðað hefur við hann í mörg ár, að hann eigi erfitt með að skora í efstu deild, þá svaraði Viktor því á þennan veg. „Hefði verið fínt að fá fimmta, þá hefði þetta verið 13 mörk í 13 leikjum. Bara vá! Ótrúlega gaman að finna markið loksins í efstu deild. Þetta var náttúrulega hávær umræða í byrjun og það er bara gaman að geta loksins sýnt fólki hvað býr í mér, eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér og bara frábært að sýna það loksins. Ekki „loksins að ég vissi ekki að ég gæti þetta eða ekki“ eins og Gummi Ben sagði í Stúkunni um daginn. Ég vissi að ég gæti þetta og það er gott að geta loksins sýnt öðrum.“ Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi þessa helgina sem endar með Lopapeysuballi í kvöld. Viktor segir liðið hafa verið staðráðið í því að taka þátt í fjörinu með því að sigra í dag. „Við vorum staðráðnir í því að gera þetta að góðum degi. Þetta hefði náttúrulega getað orðið algjör hamfaradagur hefðum við tapað í dag. Menn náðu að halda sér á jörðinni og fókusera á leikinn og kvöldið verður bara enn betra fyrir vikið,“ sagði Viktor að lokum.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira