Fótbolti

Fyrsta mark Bryn­dísar skipti sköpum

Sindri Sverrisson skrifar
Bryndís Arna Níelsdóttir er komin á blað í sænsku úrvalsdeildinni.
Bryndís Arna Níelsdóttir er komin á blað í sænsku úrvalsdeildinni. vísir/Hulda Margrét

Landsliðsframherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sitt fyrsta mark sem atvinnumaður í fótbolta í dag þegar hún skoraði dýrmætt mark fyrir Växjö í sænsku úrvalsdeildinni.

Bryndís Arna skoraði seinna mark Växjö í 2-1 sigri á Brommapojkarna. Markið má sjá hér að neðan en það kom á 82. mínútu. Aðeins mínútu síðar minnkuðu gestirnir muninn í 2-1 en þar við sat.

Bryndís Arna kom til Svíþjóðar frá Val í vetur, eftir að hafa orðið markadrottning Bestu deildarinnar. Hún lék allan leikinn í dag líkt og Þórdís Elva Ágústsdóttir, sem einnig kom frá Val, sem var á miðjunni hjá Växjö.

Eftir sigurinn er Växjö með 17 stig í 9. sæti af 14 liðum deildarinnar en Brommapojkarna eru með 13 stig í 11. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×