Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júlí 2024 12:59 Aðeins um sjötíu íbúar eru skráðir til heimilis í Skorradalshreppi en oddviti telur raunverulegan fjölda íbúa vera lægri. Vísir/Jóhann K. Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fimmtudaginn að hefja formlegar sameiningarviðræður. Bókun þess efnis var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafði þegar samþykkt samhljóða þann 13. júní að hefja formlegar viðræður. Innan við sjötíu íbúar Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir að óformlegum viðræðum hafi lokið í vor. Næsta skref hafi verið að greiða atkvæði um það í sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður. „Þetta reyndar þarf að fara fyrir tvær umræður, hverjir sitja í samstarfshópnum, þannig það verða greidd atkvæði um það aftur núna í sumar. Svo reikna ég með að formlegar viðræður hefjist með haustinu þegar sumarfríum og öðru slíku líkur hjá fólki,” segir Jón Eiríkur. Samstarfsnefnd verður falið að kanna möguleika sameiningar og í bókunum sveitarfélaganna tveggja um málið er því einnig beint til nefndarinnar að leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. „Svo endar þetta að sjálfsögðu alltaf með íbúakosningu þar sem að íbúarnir eiga alltaf síðasta orðið í þessu máli,” segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur er fámennt sveitarfélag sem þegar kaupir flesta grunnþjónustu, svo sem skóla- og slökkviliðsþjónustu, af Borgarbyggð í gegnum þjónustusamning. „Við erum skráð hér um sjötíu en það er kannski ekki einu sinni rauntala, við erum færri vil ég segja,“ segir Jón. Segja varaoddvita „undir húsbóndavaldi“ Borgarbyggðar Í bókun frá minnihluta hreppsnefndar sem birt er í fundargerð frá því á fimmtudag eru gerðar athugasemdir við skipun verkefnastjórnar vegna sameiningarviðræðna. Því haldið fram að Guðný Elíasdóttir, varaoddviti sveitarfélagsins, sé vanhæf til að greiða atkvæði um að hefja formlegar viðræður, á þeim forsendum að hún sé starfsmaður hjá Borgarbyggð. Því er haldið fram í bókuninni að Guðný sé „undir húsbóndavaldi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og þannig ekki hæf að gæta hagsmuna Skorradalshrepps,” eins og það er orðað í bókuninni en undir hana rita Pétur Davíðsson og Sigrún G. Þormar hreppsnefndarfulltrúar. Á þessi sjónarmið féllst meirihlutinn ekki, sem telur Guðnýju hæfa til að greiða atkvæði um tillöguna. Í annarri bókun áskilur minnihlutinn sér þann rétt að beina því til innviðaráðuneytisins að fá skorið úr um hæfi varaoddvitans Skiptar skoðanir hafa verið innan sveitarfélagsins um sameiningu. „Það er svo sem bara eins og það er, fólk hefur einhverja misjafna sýn á það hvort það eigi að fara í þessa vegferð eða ekki en meirihlutinn af okkar hóp telur svo vera, að þetta sé kannski það sem réttast er í stöðunni,“ segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fimmtudaginn að hefja formlegar sameiningarviðræður. Bókun þess efnis var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafði þegar samþykkt samhljóða þann 13. júní að hefja formlegar viðræður. Innan við sjötíu íbúar Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir að óformlegum viðræðum hafi lokið í vor. Næsta skref hafi verið að greiða atkvæði um það í sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður. „Þetta reyndar þarf að fara fyrir tvær umræður, hverjir sitja í samstarfshópnum, þannig það verða greidd atkvæði um það aftur núna í sumar. Svo reikna ég með að formlegar viðræður hefjist með haustinu þegar sumarfríum og öðru slíku líkur hjá fólki,” segir Jón Eiríkur. Samstarfsnefnd verður falið að kanna möguleika sameiningar og í bókunum sveitarfélaganna tveggja um málið er því einnig beint til nefndarinnar að leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. „Svo endar þetta að sjálfsögðu alltaf með íbúakosningu þar sem að íbúarnir eiga alltaf síðasta orðið í þessu máli,” segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur er fámennt sveitarfélag sem þegar kaupir flesta grunnþjónustu, svo sem skóla- og slökkviliðsþjónustu, af Borgarbyggð í gegnum þjónustusamning. „Við erum skráð hér um sjötíu en það er kannski ekki einu sinni rauntala, við erum færri vil ég segja,“ segir Jón. Segja varaoddvita „undir húsbóndavaldi“ Borgarbyggðar Í bókun frá minnihluta hreppsnefndar sem birt er í fundargerð frá því á fimmtudag eru gerðar athugasemdir við skipun verkefnastjórnar vegna sameiningarviðræðna. Því haldið fram að Guðný Elíasdóttir, varaoddviti sveitarfélagsins, sé vanhæf til að greiða atkvæði um að hefja formlegar viðræður, á þeim forsendum að hún sé starfsmaður hjá Borgarbyggð. Því er haldið fram í bókuninni að Guðný sé „undir húsbóndavaldi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og þannig ekki hæf að gæta hagsmuna Skorradalshrepps,” eins og það er orðað í bókuninni en undir hana rita Pétur Davíðsson og Sigrún G. Þormar hreppsnefndarfulltrúar. Á þessi sjónarmið féllst meirihlutinn ekki, sem telur Guðnýju hæfa til að greiða atkvæði um tillöguna. Í annarri bókun áskilur minnihlutinn sér þann rétt að beina því til innviðaráðuneytisins að fá skorið úr um hæfi varaoddvitans Skiptar skoðanir hafa verið innan sveitarfélagsins um sameiningu. „Það er svo sem bara eins og það er, fólk hefur einhverja misjafna sýn á það hvort það eigi að fara í þessa vegferð eða ekki en meirihlutinn af okkar hóp telur svo vera, að þetta sé kannski það sem réttast er í stöðunni,“ segir Jón Eiríkur.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira