Formúla 1

Hamilton fyrstur í fyrsta sinn í langan tíma

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lewis Hamilton fagnar með liðsfélaga sínum George Russell sem þurfti að draga sig úr keppni.
Lewis Hamilton fagnar með liðsfélaga sínum George Russell sem þurfti að draga sig úr keppni. Vince Mignott/MB Media/Getty Images

Lewis Hamilton vann Silverstone kappaksturinn í Formúlu 1. Þetta var hans fyrsti brautarsigur síðan í desember 2021. 

Rigningarspá var í veðurkortunum og það dembdi aðeins niður en stytti fljótt upp og meirihluti kappakstursins fór fram í blíðskaparveðri.

George Russell hjá Mercedes var á ráspól en þurfti að draga sig frá keppni vegna vélabilunar á 34. hring.

Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var annar lengst af en átti frábæra framúrtöku og kom sér í fyrsta sæti á 40. hringnum eftir tímafrekt stopp í pyttinum hjá Lando Norris í liði McLaren.

Max Verstappen var fjórði af stað, vann sig strax upp í þriðja sætið og tók svo fram úr Lando Norris á 48. hring til að tryggja annað sætið.

Lando Norris hafnaði því í þriðja sæti og Max Verstappen eykur enn við forystu sína í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×