Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 22:15 Fjöldi fólks er komið saman til þess að fagna því sem virðist vera ósigur Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. epa Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. Úgönguspár gera ráð fyrir sigri bandalags vinstriflokka. Klukkan níu í kvöld var búið er að telja atkvæði í 497 kjördæmum af 577. Bandalag vinstriflokka hefur tryggt sér 144 þingsæti, bandalag miðjuflokka Macrons 140 þingsæti og hægrisinnaða Þjóðfylkingin 137 þingsæti. Ljóst er að aukin kjörsókn og taktísk kosning hefur komið í veg fyrir það sem kannanir gerðu ráð fyrir, að Þjóðfylkingin myndi vinna kosningasigur. Torfi H. Túliníus prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands ræddi þessar niðurstöður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er breyting. Það mátti búast við stórsigri Þjófylkingar. Það voru taldar töluverðar líkur á því að hann myndi ná hreinum meirihluta á þingi,“ sagði Torfi. Skýringuna segir hann taktíska kosningu. Markmið Þjóðfylkingar hafi verið óljós, utan þess að vilja vinna gegn ólöglegum innflytjendum og auka kaupmátt. „Margir telja þetta harðan hægriflokk, sem lýðræðinu stafi ógn af, komist hann til valda. Þar af leiðandi hafa þeir í seinni umferð kosið taktískt. Kosið þann frambjóðanda sem var líklegastur til að fella frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar. Ef þessi útgönguspá rætist, hefur það tekist.“ Mikil óvissa ríki samt sem áður um stjórnarmyndun. Emmanuel Macron Frakklandsforseta bíði það verkefni að mynda bandalög. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi stærsta flokksins innan vinstribandalagsins, krefst stjórnarmyndunarumboðs. Hann er hins vegar ansi umdeildur, að sögn Torfa. „Hann lýsti því yfir að Macron beri skylda til að tilnefna vinstrimann, sem leiðtoga stjórnarinnar. En það er ekki augljóst því að vinstrimenn eru langt frá því að vera með meirihluta á þingi.“ Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Gabriel Attal ætlar að segja af sér á morgun.epa Frakkland Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Úgönguspár gera ráð fyrir sigri bandalags vinstriflokka. Klukkan níu í kvöld var búið er að telja atkvæði í 497 kjördæmum af 577. Bandalag vinstriflokka hefur tryggt sér 144 þingsæti, bandalag miðjuflokka Macrons 140 þingsæti og hægrisinnaða Þjóðfylkingin 137 þingsæti. Ljóst er að aukin kjörsókn og taktísk kosning hefur komið í veg fyrir það sem kannanir gerðu ráð fyrir, að Þjóðfylkingin myndi vinna kosningasigur. Torfi H. Túliníus prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands ræddi þessar niðurstöður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er breyting. Það mátti búast við stórsigri Þjófylkingar. Það voru taldar töluverðar líkur á því að hann myndi ná hreinum meirihluta á þingi,“ sagði Torfi. Skýringuna segir hann taktíska kosningu. Markmið Þjóðfylkingar hafi verið óljós, utan þess að vilja vinna gegn ólöglegum innflytjendum og auka kaupmátt. „Margir telja þetta harðan hægriflokk, sem lýðræðinu stafi ógn af, komist hann til valda. Þar af leiðandi hafa þeir í seinni umferð kosið taktískt. Kosið þann frambjóðanda sem var líklegastur til að fella frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar. Ef þessi útgönguspá rætist, hefur það tekist.“ Mikil óvissa ríki samt sem áður um stjórnarmyndun. Emmanuel Macron Frakklandsforseta bíði það verkefni að mynda bandalög. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi stærsta flokksins innan vinstribandalagsins, krefst stjórnarmyndunarumboðs. Hann er hins vegar ansi umdeildur, að sögn Torfa. „Hann lýsti því yfir að Macron beri skylda til að tilnefna vinstrimann, sem leiðtoga stjórnarinnar. En það er ekki augljóst því að vinstrimenn eru langt frá því að vera með meirihluta á þingi.“ Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Gabriel Attal ætlar að segja af sér á morgun.epa
Frakkland Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira