Enski boltinn

Bobby Firmino orðinn prestur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta mjög tilfinningarík stund fyrir brasilíska knattspyrnumanninn Bobby Firmino og konu hans.
Þetta mjög tilfinningarík stund fyrir brasilíska knattspyrnumanninn Bobby Firmino og konu hans. @roberto_firmino

Roberto Firmino er fyrrum leikmaður Liverpool og mjög trúaður eins og stuðningsmenn Liverpool þekkja frá tíma hans á Anfield.

Nú hefur Bobby og eiginkona hans Larissa Pereira ákveðið að gerast prestar. Þau eru prestar í kirkju sem þau stofnuðu sjálf.

Kirkjuna stofnuðu þau skötuhjú í brasilísku borginni Maceió fyrir þremur árum. Maceió er borg með milljón manns en hún er höfuðborg Alagoas fylkis í norðaustur Brasilíu.

Brasilíska blaðið O Globo segir frá því að hjónin hafi verið vígð sem prestar í kirkju sinni á dögunum. Þau skrifa um þetta á samfélagsmiðlum sínum og segjast vilja deila ástinni sem þau fundu sjálf í trú sinni á Jesú Krist.

Eins og sjá má á myndum frá athöfninni hér fyrir neðan þá var þetta mjög tilfinningarík stund fyrir brasilíska knattspyrnumanninn og eiginkonu hans.

Firmino er 32 ára gamall og er fæddur í Maceió. Hann yfirgaf heimaborgina sautján ára gamall og samdi við Figueirense. Þremur árum síðar var hann orðinn atvinnumaður hjá þýska félaginu TSG Hoffenheim.

Hann spilaði með Liverpool frá 2015 til 2023 en hefur frá árinu 2023 spilað með liði Al-Ahli í Sádi Arabíu. Hann á að baki 55 landsleiki fyrir Brasilíu en hefur ekki spilað með því síðan 2021.

Firmino og Larissa giftu sig árið 2017 og þau eiga fjögur börn saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×