Körfubolti

Grind­víkingar fá landsliðskonu frá Njarð­vík

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin í raðir Grindavíkur.
Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin í raðir Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við íslensku landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna næstu tvö árin.

Isabella kemur til Grindavíkur frá Njarðvík þar sem hún lék seinni hluta síðasta tímabils. Fyrri hluta veturs lék hún með Zadar Plus í Króatíu og Panseraikos í Grikklandi en hún spilaði einnig um hríð með South Adelaide Panthers í Ástralíu.

Á síðasta tímabili skilaði Isabelli 9,6 stigum að meðaltali í leik, tók 8,2 fráköst og gaf 1,4 stoðsendingar.

„Þessi tölfræði sýnir hvað hún getur lagt mikið af mörkum til liðsins og erum við full tilhlökkunar að sjá hana í gulum búningi,“ segir í tilkynningu Grindvíkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×