Fótbolti

Bellamy nýr lands­liðs­þjálfari Wales

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Bellamy fagnar hér einu marka sinna sem leikmaður Liverpool.
Craig Bellamy fagnar hér einu marka sinna sem leikmaður Liverpool. Getty/Michael Regan

Craig Bellamy er tekinn við sem þjálfari karlalandsliðs Wales í knattspyrnu en hann fékk samning til ársins 2028.

Bellamy tekur við starfinu af Rob Page, sem var látinn fara á dögunum eftir þrjú og hálft ár í starfi.

„Það er ótrúlegur heiður fyrir mig að fá að leiða þjóð mína og er stoltastur af þessu augnabliki af þeim öllum á mínum ferli. Það var alltaf draumur minn að verða landsliðsþjálfari Wales,“ sagði Craig Bellamy í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusamband Wales.

Bellamy lék á sínum tíma með liðum eins og Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði 19 mörk í 78 landsleikjum fyrir Wales.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×