Reykjavíkurborg ógnar velferð íbúa sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni Aldís Þóra Steindórsdóttir skrifar 9. júlí 2024 12:39 Ákveðin mismunun á sér stað hjá Reykjavíkurborg gagnvart þeim skjólstæðingum sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Það virðist skipta miklu máli hvar á höfuðborgarsvæðinu skjólstæðingar félagsþjónustunnar fá úthlutað húsnæði. Þeir íbúar sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni þurfa að glíma við bílastæðamál sem aðrir á höfuðborgarsvæðinu finna ekki fyrir. Mig langar að benda á mjög leiðinlega og erfiða stöðu þeirra sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Þannig er mál með vexti að nú erum margir sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni og þar eru öll bílastæði í nágrenni gjaldskyld. Mikið af þessu fólki er félagslega einangrað og því skiptir sköpum fyrir þessa einstaklinga að fá heimsóknir bæði frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Þar vandast málið, því hver heimsókn fyrir gesti kostar í það minnsta 220 kr sem er svosem ekki há upphæð fyrir eitt skipti en ef sami einstaklingur heimsækir viðkomandi íbúa 1x í viku að þá eru þetta 880 kr á mánuði í það minnsta. Ef gleymist að greiða í stöðumæli að þá kostar heimsóknin í það minnsta 4500 kr. Mynd tekin þann 8. júlí 2024.https://reykjavik.is/frettir/breytingar-gjaldskyldu-fyrir-bilastaedi Hægt er að sækja um íbúakort fyrir þá sem eiga lögheimili í miðbænum en það gagnast lítið þeim sem eru gestir og þeim íbúum sem t.d. Eru með P-merki fyrir eða einfaldlega eiga ekki bíl. Mér finnst þetta ógna velferð þeirra sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni. Þetta verður til þess að þau fá færri heimsóknir og jafnvel engar. Það er sorglegt að ekki sé til gestakort eða undanþágu úrræði fyrir þessa einstaklinga sem sumir hverjir völdu sér það ekki að búa á þessu svæði en fengu því úthlutað og jafnvel ekkert annað í boði en að þiggja það því biðin eftir félagslegu húsnæði getur tekið langan tíma jafnvel einhver ár. Það er bæði íþyngjandi fyrir aðstandendur/vini íbúanna að þurfa að greiða fyrir hverja heimsókn ásamt því að þurfa að burðast með áhyggjur af félagslegri stöðu íbúans ef hann fær ekki heimsóknir frá vinum og vandamönnum vegna kostnaðar sem fylgir bílastæðasjóð. Einnig má benda á að margir vinir og ættingjar íbúanna sem búa í félagslegu húsnæði hafa einfaldlega ekki efni á að greiða ítrekað fyrir bílastæði. Nú hefur faðir minn sem dæmi sótt um flutning úr miðbænum eingöngu vegna þess að bílastæðamálin hafa gríðarleg áhrif á hann og aðstandendur hans. Ég hef reynt að leita svara við þessu hjá Reykjavíkurborg en án árangurs. Með von um að málið fái umfjöllun og að mögulega verði breyting til hins betra fyrir þá íbúa sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Höfundur er sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Ákveðin mismunun á sér stað hjá Reykjavíkurborg gagnvart þeim skjólstæðingum sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Það virðist skipta miklu máli hvar á höfuðborgarsvæðinu skjólstæðingar félagsþjónustunnar fá úthlutað húsnæði. Þeir íbúar sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni þurfa að glíma við bílastæðamál sem aðrir á höfuðborgarsvæðinu finna ekki fyrir. Mig langar að benda á mjög leiðinlega og erfiða stöðu þeirra sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Þannig er mál með vexti að nú erum margir sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni og þar eru öll bílastæði í nágrenni gjaldskyld. Mikið af þessu fólki er félagslega einangrað og því skiptir sköpum fyrir þessa einstaklinga að fá heimsóknir bæði frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Þar vandast málið, því hver heimsókn fyrir gesti kostar í það minnsta 220 kr sem er svosem ekki há upphæð fyrir eitt skipti en ef sami einstaklingur heimsækir viðkomandi íbúa 1x í viku að þá eru þetta 880 kr á mánuði í það minnsta. Ef gleymist að greiða í stöðumæli að þá kostar heimsóknin í það minnsta 4500 kr. Mynd tekin þann 8. júlí 2024.https://reykjavik.is/frettir/breytingar-gjaldskyldu-fyrir-bilastaedi Hægt er að sækja um íbúakort fyrir þá sem eiga lögheimili í miðbænum en það gagnast lítið þeim sem eru gestir og þeim íbúum sem t.d. Eru með P-merki fyrir eða einfaldlega eiga ekki bíl. Mér finnst þetta ógna velferð þeirra sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni. Þetta verður til þess að þau fá færri heimsóknir og jafnvel engar. Það er sorglegt að ekki sé til gestakort eða undanþágu úrræði fyrir þessa einstaklinga sem sumir hverjir völdu sér það ekki að búa á þessu svæði en fengu því úthlutað og jafnvel ekkert annað í boði en að þiggja það því biðin eftir félagslegu húsnæði getur tekið langan tíma jafnvel einhver ár. Það er bæði íþyngjandi fyrir aðstandendur/vini íbúanna að þurfa að greiða fyrir hverja heimsókn ásamt því að þurfa að burðast með áhyggjur af félagslegri stöðu íbúans ef hann fær ekki heimsóknir frá vinum og vandamönnum vegna kostnaðar sem fylgir bílastæðasjóð. Einnig má benda á að margir vinir og ættingjar íbúanna sem búa í félagslegu húsnæði hafa einfaldlega ekki efni á að greiða ítrekað fyrir bílastæði. Nú hefur faðir minn sem dæmi sótt um flutning úr miðbænum eingöngu vegna þess að bílastæðamálin hafa gríðarleg áhrif á hann og aðstandendur hans. Ég hef reynt að leita svara við þessu hjá Reykjavíkurborg en án árangurs. Með von um að málið fái umfjöllun og að mögulega verði breyting til hins betra fyrir þá íbúa sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Höfundur er sjúkraliði.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun