Erlent

Gefa út hand­töku­skipun á hendur ekkju Navalnís

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Navalnaía á minningarathöfn fyrir eiginmann sinn í síðasta mánuði.
Navalnaía á minningarathöfn fyrir eiginmann sinn í síðasta mánuði. EPA

Dómstóll í Moskvu hefur gefið út handtökuskipun á hendur Yuliu Navalnaíu, ekkju Alexei Navalní pólitíska andstæðings Pútíns. 

BBC hefur þetta eftir rússneskum miðlum, þar sem kemur fram að skipunin sé vegna gruns um þátttöku í öfgahreyfingu. 

Navalní lést í fangelsi í Síberíu í febrúar. Samkvæmt rússneskum miðlum lést hann af náttúrulegum orsökum. Navalnaía hans sakar Pútín um að hafa myrt eiginmann sinn. Eftir að Navalní lést hét hún því að halda verki hans áfram og berjast fyrir frjálsu Rússlandi.

Dómstóllinn í Moskvu hefur að auki formlega lýst eftir Navalnaíu. Fari hún til Rússlands verður hún því umsvifalaust handtekin. 


Tengdar fréttir

Sjálfs­ævi­saga Naval­ní væntan­leg í haust

Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum.

Navalní borinn til grafar

Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×