Erlent

At­lants­hafs­banda­lagið heldur upp á 75 ára af­mæli

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna tekur á móti Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO við Pentagon í dag.
Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna tekur á móti Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO við Pentagon í dag. AP/Kevin Wolf

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra.

Fundurinn hefst í kvöld og þjóðarleiðtogar hafa streymt til Washington í dag, þar á meðal forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar, sem mættu saman til fundarins. Bæði ríki eru nýgengin í NATO.

Breski fjölmiðillinn Sky News stendur fyrir beinu streymi af sjálfri athöfninni sem hófst klukkan níu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×