Innlent

Lán að losna, leið­toga­fundur og Kótelettan á Sel­fossi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um lánamál almennings en sérfræðingur hjá Landsbankanum segir að flestir lántakendur geri engar breytingar þegar vextir á lánum þeirra losna.

Þeir sem gera eitthvað eru þó líklegastir til að færa úr óverðtryggðu í verðtryggt.

Þá heyrum við ávarp utanríkisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú fer fram í Washington í Bandaríkjunum en þar tilkynnti hún um sérstakt framlag Íslands til kvenna á víglínunni í Úkraínu.

Einnig verður rætt við leigubílstjóra sem segir aukið svindl í stéttinni og við hitum upp fyrir Kótelettuna sem haldin verður á Selfossi um helgina.

Í íþróttapakka dagsins er það svo leikur Víkinga gegn Shamrock Rovers sem fram fór í gær í Víkinni og frækilega frammistaða Spánverja á EM sem verður til umræðu.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 10. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×