Engin málamiðlun þegar kemur að krafti Polestar 4 Brimborg 11. júlí 2024 08:45 Polestar 4 Dual Motor mun ekki eiga í neinum vandamálum með að halda í við Þýsku félagana þegar kemur að krafti og skemmtanagildi. James Einar Becker prófaði Polestar 4 í Madríd en hann stýrir bílaþáttunum Tork gaur Polestar 4 er nýjasti meðlimur Polestar fjölskyldunnar. Með þessum bíl er ætlar Polestar að merkja sér svæði meðal helstu lúxusbílaframleiðenda heimsins. Polestar talar áfram um Skandinavíska naumhyggju þegar kemur að hönnun Polestar 4. Fólk skal samt ekki halda í tvær sekúndur að það feli í sér einhverja málamiðlun þegar kemur að krafti, snerpu, gæðum eða útbúnaði. Polestar 4 á að fara í beina samkeppni við bíla eins og nýja Porsche Macan Electric og Audi Q6. Það eru mögulega bílar sem að öskra á fólk um háan samfélagslegan status og lífsgæði. Á sama tíma mun Polestar 4 fara mun fínna í allar stórar yfirlýsingar þegar kemur að dyggðarmerkingum samfélagsins. Og í því fellst naumhyggju pælingin hjá Polestar. Polestar 4 Dual Motor mun ekki eiga í neinum vandamálum með að halda í við Þýsku félagana þegar kemur að krafti og skemmtanagildi. Bíllinn er 544 hestöfl og gefur hann 686 Nm af togi. Þegar þú parar þessar tölur við sjálfvirku fjöðrunina og Brembo bremsurnar þá ertu kominn með hálfgert tryllitæki í hendurnar. Polestar 4 er einstaklega merkilegur fyrir þær sakir að hann hefur enga afturrúðu. Baksýnisspegillinn er háskerpu myndavél sem skilar ökumanni mun breiðari yfirsýn af því sem er að gerast fyrir aftan hann. Ástæðan fyrir því að það vantar aftur glugga er sú að Polestar vill tryggja sem allra besta pláss fyrir farþegana aftur í. Og tekst það með eindæmum vel. Panorama þak, stillanlega aftursæti og margir ferkílómetrar af plássi tryggja það að allir diplómatar heimsins munu geta látið fara vel um sig. Það er samt afþreyingarkerfi bílsins sem er hrókur alls fagnaðar í nýja Polestar 4. Það er alls ekki verið að reyna að endurhanna hjólið. Stýrikerfið kemur frá Snapdragon sem vanalega sér um að hanna snjallsíma stýrikerfi. Öll gervigreind er unnin af Nvidia og GPS kerfið er Google maps. Svo er sjálft kerfið hannað þannig að maður þarf að aldrei að skrolla frá hæfri til vinstri eða upp né niður. Allar valmyndir eru statískar og stuðlar þar með að auknu öryggi þar sem ökumaður þarf aldrei að grafa eftir því sem hann þarf eða vill. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Polestar 4 er nýjasti meðlimur Polestar fjölskyldunnar. Með þessum bíl er ætlar Polestar að merkja sér svæði meðal helstu lúxusbílaframleiðenda heimsins. Polestar talar áfram um Skandinavíska naumhyggju þegar kemur að hönnun Polestar 4. Fólk skal samt ekki halda í tvær sekúndur að það feli í sér einhverja málamiðlun þegar kemur að krafti, snerpu, gæðum eða útbúnaði. Polestar 4 á að fara í beina samkeppni við bíla eins og nýja Porsche Macan Electric og Audi Q6. Það eru mögulega bílar sem að öskra á fólk um háan samfélagslegan status og lífsgæði. Á sama tíma mun Polestar 4 fara mun fínna í allar stórar yfirlýsingar þegar kemur að dyggðarmerkingum samfélagsins. Og í því fellst naumhyggju pælingin hjá Polestar. Polestar 4 Dual Motor mun ekki eiga í neinum vandamálum með að halda í við Þýsku félagana þegar kemur að krafti og skemmtanagildi. Bíllinn er 544 hestöfl og gefur hann 686 Nm af togi. Þegar þú parar þessar tölur við sjálfvirku fjöðrunina og Brembo bremsurnar þá ertu kominn með hálfgert tryllitæki í hendurnar. Polestar 4 er einstaklega merkilegur fyrir þær sakir að hann hefur enga afturrúðu. Baksýnisspegillinn er háskerpu myndavél sem skilar ökumanni mun breiðari yfirsýn af því sem er að gerast fyrir aftan hann. Ástæðan fyrir því að það vantar aftur glugga er sú að Polestar vill tryggja sem allra besta pláss fyrir farþegana aftur í. Og tekst það með eindæmum vel. Panorama þak, stillanlega aftursæti og margir ferkílómetrar af plássi tryggja það að allir diplómatar heimsins munu geta látið fara vel um sig. Það er samt afþreyingarkerfi bílsins sem er hrókur alls fagnaðar í nýja Polestar 4. Það er alls ekki verið að reyna að endurhanna hjólið. Stýrikerfið kemur frá Snapdragon sem vanalega sér um að hanna snjallsíma stýrikerfi. Öll gervigreind er unnin af Nvidia og GPS kerfið er Google maps. Svo er sjálft kerfið hannað þannig að maður þarf að aldrei að skrolla frá hæfri til vinstri eða upp né niður. Allar valmyndir eru statískar og stuðlar þar með að auknu öryggi þar sem ökumaður þarf aldrei að grafa eftir því sem hann þarf eða vill.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira