Þar sem þingmenn þagna Bubbi Morthens skrifar 10. júlí 2024 15:00 Bændur eiga allt gott skilið, meira að segja ýmiskonar undanþágur ef það getur hjálpað þeim í baráttu sinni fyrir lífsbjörginni. En það hjálpar þeim lítið að afhenda Kaupfélagi Skagfirðinga alræðisvald yfir afurðum sínum. Kaupfélag Skagfirðinga opnaði gin og buddu og eignaðist kjötvinnslu Kjarnafæðis Norðlenska um helgina. Kaupin fóru í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Nýju búvörulögin þutu í gegnum þingið og urðu að lögum á hraða sem Formúluaðdáendur hefðu hrópað húrra yfir. Allt í kringum þessi lög og hverjir komu að þeim vekur réttmætar spurningar um spillingu. Undanfarin ár höfum við séð gjörninga þar sem kjörnir fulltrúar og ráðherrar á Alþingi Íslendinga hafa beitt sér skringilega svo ekki sé tekið dýpra í árinni, til dæmis í laxeldismálum þar sem lög voru gerð afturvirk af ráðherrum af því þeir gátu það og svo gera þeir núna fyrirtækjum kleift að makka sig saman án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Og bændur hafa ekkert með það að gera og sitja útá kölnu túni alþingis með von um betri tíð. Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar á 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði. Hvergi í nokkru landi í kringum okkur eða landi sem við miðum okkur við væri það látið gerast að maður í hans stöðu fengi að koma nálægt þessum gjörningi. Ekki vegna þess að hann væri talinn óheiðarlegur eða spilltur heldur til að tryggja að hugmyndir um slíkt ættu ekki möguleika á að koma uppá yfirborð umræðunnar. Nýsamþykkt lög sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd með hann sem formann opna hinsvegar flóðgátt sem verður ekki lokað. Dómgreindarleysi formannsins er algert og vanmat á aðstæðum. Þó allt sé skráð í hagsmunaskrár alþingis um eignarhlut hans er það deginum ljósara að svona gerir maður ekki ... nema jú á Íslandi af því svona vinna kjörnir alþingismenn margir hverjir. Það eina sem við getum gert, almenningur í landinu, ef okkur líkar ekki við svona vinnubrögð, er að muna það í næstu kosningum. Börn okkar eiga betra skilið. Við eigum öll betra skilið en svona vinnubrögð og gjafagjörninga. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Bændur eiga allt gott skilið, meira að segja ýmiskonar undanþágur ef það getur hjálpað þeim í baráttu sinni fyrir lífsbjörginni. En það hjálpar þeim lítið að afhenda Kaupfélagi Skagfirðinga alræðisvald yfir afurðum sínum. Kaupfélag Skagfirðinga opnaði gin og buddu og eignaðist kjötvinnslu Kjarnafæðis Norðlenska um helgina. Kaupin fóru í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Nýju búvörulögin þutu í gegnum þingið og urðu að lögum á hraða sem Formúluaðdáendur hefðu hrópað húrra yfir. Allt í kringum þessi lög og hverjir komu að þeim vekur réttmætar spurningar um spillingu. Undanfarin ár höfum við séð gjörninga þar sem kjörnir fulltrúar og ráðherrar á Alþingi Íslendinga hafa beitt sér skringilega svo ekki sé tekið dýpra í árinni, til dæmis í laxeldismálum þar sem lög voru gerð afturvirk af ráðherrum af því þeir gátu það og svo gera þeir núna fyrirtækjum kleift að makka sig saman án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Og bændur hafa ekkert með það að gera og sitja útá kölnu túni alþingis með von um betri tíð. Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar á 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði. Hvergi í nokkru landi í kringum okkur eða landi sem við miðum okkur við væri það látið gerast að maður í hans stöðu fengi að koma nálægt þessum gjörningi. Ekki vegna þess að hann væri talinn óheiðarlegur eða spilltur heldur til að tryggja að hugmyndir um slíkt ættu ekki möguleika á að koma uppá yfirborð umræðunnar. Nýsamþykkt lög sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd með hann sem formann opna hinsvegar flóðgátt sem verður ekki lokað. Dómgreindarleysi formannsins er algert og vanmat á aðstæðum. Þó allt sé skráð í hagsmunaskrár alþingis um eignarhlut hans er það deginum ljósara að svona gerir maður ekki ... nema jú á Íslandi af því svona vinna kjörnir alþingismenn margir hverjir. Það eina sem við getum gert, almenningur í landinu, ef okkur líkar ekki við svona vinnubrögð, er að muna það í næstu kosningum. Börn okkar eiga betra skilið. Við eigum öll betra skilið en svona vinnubrögð og gjafagjörninga. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar