Tvö þúsund keppendur og tvö hundruð lið mættu norður á Akureyri um síðustu helgi til þess að taka þátt í þessu skemmtilega móti.
Stefán Árni Pálsson var líka mættur norður og fylgdist með gangi mála. Hann talaði við strákana, foreldra og þá sem sjá til þess að svona flott mót geti farið fram.
N1 mótið er mót fyrir 5. flokk drengja í knattspyrnu en það fór nú fram í 38. skiptið. KA-menn halda þetta glæsilega mót á vallarsvæði sínu.
Sumarmótin fylgja eftir framtíðarstjörnum íslenskrar knattspyrnu en fjölmörg fótboltamót hjá krökkunum verða heimsótt í sumar.
Þátturinn um N1 mótið verður sýndur á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.10.