Leikmenn Blika í útgöngubanni í Skopje Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2024 12:15 Blikar æfa á alvöru velli. Breiðablik/Arnar Laufdal Breiðablik hefur vegferð sína í Sambandsdeild Evrópu í kvöld er liðið sækir Tikves Kavadarci heim í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu. Steikjandi hiti er á svæðinu Breiðablik hefur nú keppni í Sambandeildinni á ný eftir að hafa, fyrst íslenskra liða, leikið í riðlakeppninni á síðustu leiktíð. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir sína menn klára í slaginn. „Menn eru gríðarlega vel stemmdir. Það fer mjög vel um okkur í Skopje. Við vorum að koma úr göngutúr og hádegismat og nú tekur við slökun og undirbúningur fyrir leikinn í kvöld. Það er bara góður andi og menn mjög peppaðir fyrir verkefninu,“ segir Halldór frá Skopje í samtali við Vísi. Tók tíma að staðfesta frestun Leikur liðanna var tímasettur klukkan 17:00 að staðartíma, 15:00 á Íslandi, þar til fyrir um tveimur dögum síðan. Hann fer hins vegar fram klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Halldór segir hafa legið fyrir um hríð að leikurinn gæti ekki farið fram svo snemma í gríðarmiklum hita í makedónsku höfuðborginni. „Það er auðvitað spáð hérna 38 til 40 gráðum og sól klukkan fimm. Þó þessu hafi verið formlega breytt fyrir örfáum dögum þá var það alltaf okkar skilningur að þetta yrði spilað að kvöldi til. Ég hreinlega veit ekki hvaða seinagangur það var að staðfesta þetta formlega,“ Það var enn sólarglenna þegar Blikar æfu á keppnisvellinum í gær.Breiðablik/Arnar Laufdal „Þetta er á flottum flóðlýstum velli og það er ekki hefð fyrir því að spila á slíkum völlum í svona miklum hita þegar sólin er hátt á lofti. Við gerðum alltaf ráð fyrir kvöldleik, sem varð raunin,“ segir Halldór. Menn fara ekki mikið út En hvernig líður leikmönnum og starfsliði í þessum mikla hita? „Þetta er engin skemmtiferð, þannig lagað. Við erum bara í þessu verkefni að spila þennan leik. Menn hafa ekkert verið úti. Við höfum tekið örstutta göngutúra í kringum hótelið og reynt að vera í skugga. Svo æfðum við í gærkvöldi. Menn eru bara hérna inni á loftkældu hóteli,“ „Við þurfum að passa okkur á því að vera ekki úti í hitanum og sólinni. Þessar fáu mínútur sem við höfum farið út hefur vissulega verið gríðarlega heitt. Þetta er langt frá sjó og alveg logn hérna. Það er verulega heitt,“ segir Halldór léttur. Það er ekki úlpuveður hjá Halldóri og hans mönnum í Skopje.Vísir/Diego En er þá ekki hreinlega útgöngubann á menn fram að leik? „Já, það er eiginlega þannig. En við þekkjum þetta. Við höfum verið fastagestir á þessu svæði síðustu ár. Við spiluðum í Bosníu, Makedóníu og Svartfjallalandi. Þetta eru svipaðar aðstæður og menn þekkja hvernig er best að undirbúa sig og eru faglegir í því.“ Hörku mótherji Tikves varð bikarmeistari heima fyrir í maí og lenti í fjórða sæti deildarinnar. Halldór segir um sterkan andstæðing að ræða, og þar á bæ hafi menn bætt vel í fyrir komandi leiktíð. „Ég býst við hörkuleik. Það er auðvitað alltaf erfitt að spila á útivelli í Evrópukeppninni. Það sem við höfum séð er þetta mjög gott lið. Það er mikil saga á bakvið félagið, stofnað 1930, og hefur verið flottur klúbbur í langan tíma. En þeir náðu sínum besta árangri í langan tíma með fjórða sæti og bikartitli í vor,“ „Það er mikill uppgangur í liðinu og þeir hafa bætt töluvert við sig af leikmönnum frá því þeir kláruðu bikartitilinn í maí. Þeir hafa náð í mjög góð úrslit í öllum æfingaleikjum í aðdraganda þessa leiks. Þetta er bara hörkulið sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik mætir Tikves klukkan 18:30. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin 2. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Stjarnan mætir Linfield frá Norður-Írlandi klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 5. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur er klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Breiðablik hefur nú keppni í Sambandeildinni á ný eftir að hafa, fyrst íslenskra liða, leikið í riðlakeppninni á síðustu leiktíð. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir sína menn klára í slaginn. „Menn eru gríðarlega vel stemmdir. Það fer mjög vel um okkur í Skopje. Við vorum að koma úr göngutúr og hádegismat og nú tekur við slökun og undirbúningur fyrir leikinn í kvöld. Það er bara góður andi og menn mjög peppaðir fyrir verkefninu,“ segir Halldór frá Skopje í samtali við Vísi. Tók tíma að staðfesta frestun Leikur liðanna var tímasettur klukkan 17:00 að staðartíma, 15:00 á Íslandi, þar til fyrir um tveimur dögum síðan. Hann fer hins vegar fram klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Halldór segir hafa legið fyrir um hríð að leikurinn gæti ekki farið fram svo snemma í gríðarmiklum hita í makedónsku höfuðborginni. „Það er auðvitað spáð hérna 38 til 40 gráðum og sól klukkan fimm. Þó þessu hafi verið formlega breytt fyrir örfáum dögum þá var það alltaf okkar skilningur að þetta yrði spilað að kvöldi til. Ég hreinlega veit ekki hvaða seinagangur það var að staðfesta þetta formlega,“ Það var enn sólarglenna þegar Blikar æfu á keppnisvellinum í gær.Breiðablik/Arnar Laufdal „Þetta er á flottum flóðlýstum velli og það er ekki hefð fyrir því að spila á slíkum völlum í svona miklum hita þegar sólin er hátt á lofti. Við gerðum alltaf ráð fyrir kvöldleik, sem varð raunin,“ segir Halldór. Menn fara ekki mikið út En hvernig líður leikmönnum og starfsliði í þessum mikla hita? „Þetta er engin skemmtiferð, þannig lagað. Við erum bara í þessu verkefni að spila þennan leik. Menn hafa ekkert verið úti. Við höfum tekið örstutta göngutúra í kringum hótelið og reynt að vera í skugga. Svo æfðum við í gærkvöldi. Menn eru bara hérna inni á loftkældu hóteli,“ „Við þurfum að passa okkur á því að vera ekki úti í hitanum og sólinni. Þessar fáu mínútur sem við höfum farið út hefur vissulega verið gríðarlega heitt. Þetta er langt frá sjó og alveg logn hérna. Það er verulega heitt,“ segir Halldór léttur. Það er ekki úlpuveður hjá Halldóri og hans mönnum í Skopje.Vísir/Diego En er þá ekki hreinlega útgöngubann á menn fram að leik? „Já, það er eiginlega þannig. En við þekkjum þetta. Við höfum verið fastagestir á þessu svæði síðustu ár. Við spiluðum í Bosníu, Makedóníu og Svartfjallalandi. Þetta eru svipaðar aðstæður og menn þekkja hvernig er best að undirbúa sig og eru faglegir í því.“ Hörku mótherji Tikves varð bikarmeistari heima fyrir í maí og lenti í fjórða sæti deildarinnar. Halldór segir um sterkan andstæðing að ræða, og þar á bæ hafi menn bætt vel í fyrir komandi leiktíð. „Ég býst við hörkuleik. Það er auðvitað alltaf erfitt að spila á útivelli í Evrópukeppninni. Það sem við höfum séð er þetta mjög gott lið. Það er mikil saga á bakvið félagið, stofnað 1930, og hefur verið flottur klúbbur í langan tíma. En þeir náðu sínum besta árangri í langan tíma með fjórða sæti og bikartitli í vor,“ „Það er mikill uppgangur í liðinu og þeir hafa bætt töluvert við sig af leikmönnum frá því þeir kláruðu bikartitilinn í maí. Þeir hafa náð í mjög góð úrslit í öllum æfingaleikjum í aðdraganda þessa leiks. Þetta er bara hörkulið sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik mætir Tikves klukkan 18:30. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin 2. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Stjarnan mætir Linfield frá Norður-Írlandi klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 5. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur er klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti