Uppgjörið: Tikves - Breiðablik 3-2 | Slæmur tíu mínútna kafli gerir stöðuna erfiðari fyrir Blika Hjörvar Ólafsson skrifar 11. júlí 2024 20:23 Breiðablik var tveimur mörkum yfir en tapaði leiknum á tíu mínútum. vísir Breiðablik laut í lægra haldi með þremur mörkum gegn tveimur þegar liðið sótti Tikves heim til Skopje í Norður-Makedóníu í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeild Evrópu klukkan í kvöld. Blikar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Viktor Karl Einarsson náði forystunni eftir um það bil stundarfjórðungs leik. Viktor Karl fékk þá sendingu frá Ísaki Snæ Þorvaldssyni og kláraði færið af stakri prýði. Það var svo Kristófer Ingi Kristinsson sem tvöfaldaði forystu Breiðabliks eftir rúmlega hálftíma leik. Viktor Karl renndi þá boltanum á Kristófer Inga sem skoraði með hnitmiðuðu skoti úr þröngu færi. Allt leit út fyrir að Blikar færu með þægilegt forskot inn í seinni leik liðanna þar til um miðbik seinni hálfleiks. Þá skall ógæfan á hjá Kópavogspiltum og heimamenn gengu á lagið. Léo Guerra, Martin Stojanov og Kristijan Stojkoski snéru taflinu heimamönnum í vil með mörkum sínum á átta mínútna kafla síðasta korterið í leiknum. Búast má við því að hitinn sem var í kringum 34 gráður á meðan á leiknum stóð hafi gert það að verkum að dregið hafi úr leikmönnum Breiðabliks sem voru mun sterkari aðilinn lungnan úr leiknum. Liðin eigast við í seinni rimmunni í þessar umferð á Kópavogsvelli eftir slétta viku. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik laut í lægra haldi með þremur mörkum gegn tveimur þegar liðið sótti Tikves heim til Skopje í Norður-Makedóníu í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeild Evrópu klukkan í kvöld. Blikar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Viktor Karl Einarsson náði forystunni eftir um það bil stundarfjórðungs leik. Viktor Karl fékk þá sendingu frá Ísaki Snæ Þorvaldssyni og kláraði færið af stakri prýði. Það var svo Kristófer Ingi Kristinsson sem tvöfaldaði forystu Breiðabliks eftir rúmlega hálftíma leik. Viktor Karl renndi þá boltanum á Kristófer Inga sem skoraði með hnitmiðuðu skoti úr þröngu færi. Allt leit út fyrir að Blikar færu með þægilegt forskot inn í seinni leik liðanna þar til um miðbik seinni hálfleiks. Þá skall ógæfan á hjá Kópavogspiltum og heimamenn gengu á lagið. Léo Guerra, Martin Stojanov og Kristijan Stojkoski snéru taflinu heimamönnum í vil með mörkum sínum á átta mínútna kafla síðasta korterið í leiknum. Búast má við því að hitinn sem var í kringum 34 gráður á meðan á leiknum stóð hafi gert það að verkum að dregið hafi úr leikmönnum Breiðabliks sem voru mun sterkari aðilinn lungnan úr leiknum. Liðin eigast við í seinni rimmunni í þessar umferð á Kópavogsvelli eftir slétta viku.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti