Fótbolti

Fjölnis­menn aftur á sigurbraut og með sjö stiga for­skot í efsta sæti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dagur Ingi Axelsson skoraði eina mark leiksins.
Dagur Ingi Axelsson skoraði eina mark leiksins. facebook / grafarvogsbúar

Fjölnir styrkti stöðu sína á toppi Lengjudeildarinnar með 1-0 sigri gegn Leikni. Keflavík vann 2-1 endurkomusigur gegn Gróttu á sama tíma í kvöld.

Dagur Ingi Axelsson skoraði eina markið í leik Fjölnis og Leiknis. Þéttingsfast skot úr þröngri stöðu eftir að Máni Austmann fleytti boltanum fjærstöngina úr löngu innkasti.

Fjölnir fór með þessum sigri sjö stigum ofar en Njarðvík, sem á leik til góða gegn Dalvík/Reyni næstu laugardag. Leiknismenn eru hins vegar í 10. sæti eftir tólf umferðir.

Keflavík lenti undir þegar Kristófer Orri Pétursson skoraði fyrir Gróttu rétt áður en fyrri hálfleik lauk.

Sindri Snær Magnússon jafnaði metin snemma í seinni hálfleik og sigurinn var tryggður með marki Ara Steins Guðmundssonar á 76, mínútu.

Keflavík jafnaði Þrótt að stigum með þessum sigri og situr í sjöunda sæti deildarinnar. Þór og Afturelding eru þar fyrir neðan en þau eiga leik á sunnudaginn. Grótta er í fallsæti með 10 stig eftir tólf umferðir.

Upplýsingar um atvik og markaskorara eru fengin frá textalýsingu leikjanna  á Fotbolti.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×