Sport

Met í miða­sölu á Ólympíu­leikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólympíuhringirnir á Eiffel turninum í París. Spennan er að magnast i borginni enda bara tvær vikur í leikanna.
Ólympíuhringirnir á Eiffel turninum í París. Spennan er að magnast i borginni enda bara tvær vikur í leikanna. Getty/Artur Widak/

Ólympíuleikarnir í París hefjast seinna í þessum mánuði en það hefur þegar verið slegið met í miðasölu á keppnisgreinar þeirra.

Fimmtán dögum fyrir leikana hafa þegar selst 8,6 milljónir miða á viðburði leikanna. Þetta var tilkynnt í gær.

Þetta er nýtt met en gamla metið voru 8,3 milljónir miðar sem voru seldir á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996.

Auk þess að selja tæpa níu milljónir miða á Ólympíuleikana hafa selst yfir milljón miðar á Ólympíumót fatlaðra.

Það er því ljóst að það verður mjög vel mætt á viðburðina í París.

Ísland sendir fimm keppendur til leiks á leikina. Fyrstur til að keppa á leikunum er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee sem keppir í fyrstu grein 27. júlí. Hann er að keppa á sínum fjórðu leikum en aðrir eru að keppa í sínum fyrstu leikum.

Sundkonan Snæfríður Sól Gunnarsdóttir keppir fyrst 28. júlí, þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir 31. júlí, haglabyssuskotmaðurinn Hákon Þór Svavarsson keppir 2. ágúst og að lokum keppir kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir 8. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×