Lokun Hríseyjar seafood: Fiskur gleymdist þegar ferjan bilaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2024 11:12 Grímseyjarferjan átti að leysa Hríseyjarferjunar Sævar af, sem hér sést á mynd. Það gekk ekki sem skildi. Verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood segir lokun Matvælastofnunar á fiskvinnslunni í síðustu viku eiga rót sína að rekja til samgangna til eyjunnar sem séu í lamasessi. Fiskvinnslan opnar aftur í dag eftir „gott samstarf“ við Mast. „Þetta er svo sem ekki flókið. Mast kom hingað í heimsókn og gerðu athugasemdir sem við höfum bara brugðist við. Eins og gengur í þessum bransa.“ segir Skarphéðinn Jósepsson verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood í samtali við Vísi. Matvælastofnun stöðvaði fiskvinnsluna í síðustu viku „vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum“. „Við brugðumst við þessu í góðu samvinnu við Matvælastofnun. Afskaplega gott samstarf við það góða fólk. Þetta voru mistök hjá okkur sem við erum búin að leiðrétta.“ Vandamál sem fylgja starfsemi á eyju Hann segir lokunina hafa komið stjórnendum á óvart. Rót vandans megi rekja til þess þegar báðar ferjurnar, sem sinna flutningi milli Árskógarsands og Hríseyjar, voru bilaðar í maí. Hríseyjarferjan Sævar hafi farið í áætlaðan slipp en Grímseyjarferjan, sem leysa átti Sævar af, bilað óvænt. Annar bátur leysti farþegaferjuna af, sem ekki gat flutt vörur Hríseyjar. „Við þurftum að bregðast við þessu því með því að flytja fiskinn í land á okkar eigin bátum og einhverju var stungið til hliðar sem átti ekki að vera stungið til hliðar. Og gleymdist svo í framhaldinu,“ segir Skarphéðinn. Fiskurinn hafi þannig safnast upp og útundan varð að ganga frá, án þess að stjórnendur hafi verið meðvitaðir um það hvernig í pottinn var búið. „Það er ýmislegt sem fylgir því að búa á eyju og reka starfsemi. Alls konar vandamál sem fylgja því.“ Nú sé hins vegar búið að samþykkja úrbætur Hríseyjar Seafood af Mast. Skarphéðinn kveðst ekki vita hvernig málið hafi borist til Mast. Það sé aðeins þeirra að bregðast við. Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hrísey Dalvíkurbyggð Byggðamál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta er svo sem ekki flókið. Mast kom hingað í heimsókn og gerðu athugasemdir sem við höfum bara brugðist við. Eins og gengur í þessum bransa.“ segir Skarphéðinn Jósepsson verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood í samtali við Vísi. Matvælastofnun stöðvaði fiskvinnsluna í síðustu viku „vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum“. „Við brugðumst við þessu í góðu samvinnu við Matvælastofnun. Afskaplega gott samstarf við það góða fólk. Þetta voru mistök hjá okkur sem við erum búin að leiðrétta.“ Vandamál sem fylgja starfsemi á eyju Hann segir lokunina hafa komið stjórnendum á óvart. Rót vandans megi rekja til þess þegar báðar ferjurnar, sem sinna flutningi milli Árskógarsands og Hríseyjar, voru bilaðar í maí. Hríseyjarferjan Sævar hafi farið í áætlaðan slipp en Grímseyjarferjan, sem leysa átti Sævar af, bilað óvænt. Annar bátur leysti farþegaferjuna af, sem ekki gat flutt vörur Hríseyjar. „Við þurftum að bregðast við þessu því með því að flytja fiskinn í land á okkar eigin bátum og einhverju var stungið til hliðar sem átti ekki að vera stungið til hliðar. Og gleymdist svo í framhaldinu,“ segir Skarphéðinn. Fiskurinn hafi þannig safnast upp og útundan varð að ganga frá, án þess að stjórnendur hafi verið meðvitaðir um það hvernig í pottinn var búið. „Það er ýmislegt sem fylgir því að búa á eyju og reka starfsemi. Alls konar vandamál sem fylgja því.“ Nú sé hins vegar búið að samþykkja úrbætur Hríseyjar Seafood af Mast. Skarphéðinn kveðst ekki vita hvernig málið hafi borist til Mast. Það sé aðeins þeirra að bregðast við.
Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hrísey Dalvíkurbyggð Byggðamál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira