Ber endurhæfing ávöxt? Berglind Gunnarsdóttir og skrifa 13. júlí 2024 08:00 Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins. Til endurhæfingar á Reykjalundi koma einstaklingar eftir margs konar veikindi, slys og áföll og þar er veitt sérhæfð endurhæfingarþjónusta óháð búsetu. Þverfagleg þjónusta er veitt gegnum ólík meðferðarteymi. Á Reykjalundi eru átta meðferðarteymi: Efnaskipta-og offituteymi, geðheilsuteymi, gigtarteymi, hjartateymi, lungnateymi, taugateymi og verkjateymi. Auk þessa er starfrækt legudeild, Miðgarður, sem sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum og tekur m.a. við sjúklingum frá Landspítala með það að sjónarmiði að geta, með öflugri endurhæfingarmeðferð, útskrifað þá heim. Á Reykjalund koma einstaklingar með flókinn og margþættan vanda þar sem stök úrræði í nærsamfélagi duga ekki til. Reykjalundur leggur áherslu á að vernda atvinnutengingu og stuðla að samfélagslegri þátttöku á meðan á endurhæfingu stendur. Sé þess nokkur kostur, er leitast við að hefja inngrip meðan virk atvinnutenging er til staðar eða einstaklingur er virkur í námi. Einnig er áhersla lögð á snemmbæra íhlutun í tilvikum foreldra með forsjá yfir börnum. Markmið endurhæfingarinnar snúa fyrst og fremst að því að bæta lífsgæði, rjúfa einangrun og auka færni í daglegu lífi. Tölurnar tala sínu máli Nýlega voru tekin saman á Reykjalundi gögn sem beina sjónum að þeim árangri sem þverfagleg endurhæfing skilaði árið 2023. Stuðst var við margs konar mælikvarða, mælingar á andlegum þáttum, svefni og lífsgæðum auk þess sem beinar líkamlegar mælingar eru framkvæmdar við innskrift og útskrift. Hér má sjá örfá dæmi um þann árangur sem skapast þegar þverfaglegri nálgun er beitt. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á þunglyndiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á kvíðakvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á svefnleysiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á gönguprófi á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á sjálfsmati þegar einstaklingar eru beðnir um að meta heilsu sína í dag á kvarða 0-100. Róttæk breyting verður á meðaltölum á öllum teymum Reykjalundar. Matið er hluti af alþjóðlegum lífsgæðakvarða EuroQol EQ-5D-5L sem víða er nýttur í rannsóknum og mati á fjárhagslegum og heilsufarslegum ávinningi í heilbrigðisþjónustu. Sláandi er hversu árangur þverfaglegrar endurhæfingar er bersýnilegur, hvert sem litið er. Ef nýskráð lyf á markaði sýndi sama árangur værum við líklega snögg til að kaupa hlutabréf. Endurhæfing er jú fjárfesting, ein sú ábatasamasta sem völ er á. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Þá er einnig gríðarlegur samfélagslegur ávinningur af öllum þeim sem öðlast aukna getu til atvinnuþátttöku, eru betur í stakk búnir að sinna foreldrahlutverki, þurfa í minna mæli að nýta sér heilbrigðisþjónustu eða geta útskrifast heim í stað þess að fara á hjúkrunarheimili. Árangur endurhæfingarmeðferðar skapar einstaklingnum grunn til þess að vinna áfram í átt að sínum markmiðum en framhaldið ræðst af mörgum þáttum. Búast má við bakslögum og betri dögum og ljóst er að margir þurfa áframhaldandi stuðning. Því eru tengsl við nærþjónustu einstaklings mikilvæg til eftirfylgdar. Stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi Við á Reykjalundi njótum þeirra forréttinda að fylgja okkar fólki gegnum tímabil vaxta og uppskeru. Suma daga eru skrefin þung, aðra daga léttari en þegar allt kemur til alls eru það markmið hvers einstaklings sem skipta mestu máli. Hvort sem markmiðin felast í því að geta haldið á börnunum, farið í göngu, sinnt félagsstörfum eða eldað kvöldverð skiptir öllu að við spyrjum út í, berum virðingu fyrir og lyftum því upp sem skiptir einstaklinginn mestu máli hverju sinni. Margir koma til endurhæfingar uppfullir vonleysis en með von að láni frá meðferðaraðilum geta þeir smátt og smátt farið að feta sína braut upp á við. Öll getum við þurft að standa frammi fyrir því að þurfa á endurhæfingarþjónustu að halda eftir áföll, veikindi eða slys. Ávinningur endurhæfingar er augljós hvort sem litið er til einstaklings eða samfélags. Fjárfestum í fólki og stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi. Það margborgar sig. Höfundur er gæðastjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins. Til endurhæfingar á Reykjalundi koma einstaklingar eftir margs konar veikindi, slys og áföll og þar er veitt sérhæfð endurhæfingarþjónusta óháð búsetu. Þverfagleg þjónusta er veitt gegnum ólík meðferðarteymi. Á Reykjalundi eru átta meðferðarteymi: Efnaskipta-og offituteymi, geðheilsuteymi, gigtarteymi, hjartateymi, lungnateymi, taugateymi og verkjateymi. Auk þessa er starfrækt legudeild, Miðgarður, sem sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum og tekur m.a. við sjúklingum frá Landspítala með það að sjónarmiði að geta, með öflugri endurhæfingarmeðferð, útskrifað þá heim. Á Reykjalund koma einstaklingar með flókinn og margþættan vanda þar sem stök úrræði í nærsamfélagi duga ekki til. Reykjalundur leggur áherslu á að vernda atvinnutengingu og stuðla að samfélagslegri þátttöku á meðan á endurhæfingu stendur. Sé þess nokkur kostur, er leitast við að hefja inngrip meðan virk atvinnutenging er til staðar eða einstaklingur er virkur í námi. Einnig er áhersla lögð á snemmbæra íhlutun í tilvikum foreldra með forsjá yfir börnum. Markmið endurhæfingarinnar snúa fyrst og fremst að því að bæta lífsgæði, rjúfa einangrun og auka færni í daglegu lífi. Tölurnar tala sínu máli Nýlega voru tekin saman á Reykjalundi gögn sem beina sjónum að þeim árangri sem þverfagleg endurhæfing skilaði árið 2023. Stuðst var við margs konar mælikvarða, mælingar á andlegum þáttum, svefni og lífsgæðum auk þess sem beinar líkamlegar mælingar eru framkvæmdar við innskrift og útskrift. Hér má sjá örfá dæmi um þann árangur sem skapast þegar þverfaglegri nálgun er beitt. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á þunglyndiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á kvíðakvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á svefnleysiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á gönguprófi á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á sjálfsmati þegar einstaklingar eru beðnir um að meta heilsu sína í dag á kvarða 0-100. Róttæk breyting verður á meðaltölum á öllum teymum Reykjalundar. Matið er hluti af alþjóðlegum lífsgæðakvarða EuroQol EQ-5D-5L sem víða er nýttur í rannsóknum og mati á fjárhagslegum og heilsufarslegum ávinningi í heilbrigðisþjónustu. Sláandi er hversu árangur þverfaglegrar endurhæfingar er bersýnilegur, hvert sem litið er. Ef nýskráð lyf á markaði sýndi sama árangur værum við líklega snögg til að kaupa hlutabréf. Endurhæfing er jú fjárfesting, ein sú ábatasamasta sem völ er á. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Þá er einnig gríðarlegur samfélagslegur ávinningur af öllum þeim sem öðlast aukna getu til atvinnuþátttöku, eru betur í stakk búnir að sinna foreldrahlutverki, þurfa í minna mæli að nýta sér heilbrigðisþjónustu eða geta útskrifast heim í stað þess að fara á hjúkrunarheimili. Árangur endurhæfingarmeðferðar skapar einstaklingnum grunn til þess að vinna áfram í átt að sínum markmiðum en framhaldið ræðst af mörgum þáttum. Búast má við bakslögum og betri dögum og ljóst er að margir þurfa áframhaldandi stuðning. Því eru tengsl við nærþjónustu einstaklings mikilvæg til eftirfylgdar. Stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi Við á Reykjalundi njótum þeirra forréttinda að fylgja okkar fólki gegnum tímabil vaxta og uppskeru. Suma daga eru skrefin þung, aðra daga léttari en þegar allt kemur til alls eru það markmið hvers einstaklings sem skipta mestu máli. Hvort sem markmiðin felast í því að geta haldið á börnunum, farið í göngu, sinnt félagsstörfum eða eldað kvöldverð skiptir öllu að við spyrjum út í, berum virðingu fyrir og lyftum því upp sem skiptir einstaklinginn mestu máli hverju sinni. Margir koma til endurhæfingar uppfullir vonleysis en með von að láni frá meðferðaraðilum geta þeir smátt og smátt farið að feta sína braut upp á við. Öll getum við þurft að standa frammi fyrir því að þurfa á endurhæfingarþjónustu að halda eftir áföll, veikindi eða slys. Ávinningur endurhæfingar er augljós hvort sem litið er til einstaklings eða samfélags. Fjárfestum í fólki og stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi. Það margborgar sig. Höfundur er gæðastjóri Reykjalundar.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun