Frá þessu greinir Veðurstofan í tilkynningu. Í kvöld komi skil upp að vestanverðu landinu og gera megi ráð fyrir því að það verði samfelld rigning alla helgina.
„Það er ekki algengt að fá svona mikla uppsafnaða úrkomu á þessum tíma árs. Úrkomumagnið og ákefðin sem verður um helgina, sérstaklega á laugardaginn á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi er mjög mikil og því er rétt að vara við vatnavöxtum og aukinni skriðuhættuá þessum stöðum,“ segir í tilkynningu.
Leysingar séu til fjalla á norðan- og austanverðu landinu með vatnavöxtum og ekki hægt að útiloka skriðuhættu í fjallshlíðum þar sem snjór sé að bráðna. Nánar á bloggi skriðuvaktar Veðurstofunnar.