Vona að gervigreindin komi að gagni við að finna mögulega lækningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. júlí 2024 19:37 Auður Guðjónsdóttir og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007. Vísir/Bjarni Barátta Íslendinga fyrir fólk með mænuskaða hefur skilað árangri á alþjóðavettvangi. En betur má ef duga skal að sögn formanns Mænuskaðastofnunar Íslands, sem vonast til þess að gervigreind nýtist í leit að lækningu við mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, sem er bæði stofnandi og stjórnarformaður stofnunarinnar, hefur verið iðin við að senda bréf víða um heim, og hefur meðal annars fengið svar frá varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem hvatti hana til dáða. Auður og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007, en frú Vigdís Finnbogadóttir er til að mynda verndari samtakanna. „Dóttir mín slasaðist. Lenti í bílslysi og slasaðist mjög alvarlega og lamaðist fyrir neðan mitti. Og ég áttaði mig á því svona tíu árum seinna að það væri til svo mikil vannýtt þekking í sambandi við lækningu á mænuskaða,“ segir Auður. Auður Guðjónsdóttir er bæði stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.Vísir/Bjarni Síðan hefur hún barist fyrir því að vekja athygli á málstaðnum, með það að markmiði að hvetja til þess að fundin verði lækning við mænuskaða. „Þetta er bara svo erfitt. Taugakerfið er svo flókið og þekkingin liggur í brotum út um allan heim og já, þetta er bara svo erfitt. En nú er gervigreindin komin og maður er að binda vonir við að hún geti lesið sig í gegnum stór gagnasöfn, gagnabanka um mænuskaða og annað,“ segir Auður. Hún kveðst þakklát fyrir þann hljómgrunn sem hún hafi fundið frá stjórnvöldum og almenningi á Íslandi, en baráttan hefur náð út fyrir landsteinana. Bréf frá varaframkvæmdastjóra SÞ „Ég tók mig til og fór að skrifa bréf. Til Ban Ki-moon og til Tedrosar og Aminu Mohammed og til háttsetts fólks og vekja athygli á því að það þarf nauðsynlega að finna lækningu við mænuskaða og ég hef fengið bara lygilega mörg svör,“ segir Auður, sem vísar þar til fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sitjandi varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Baráttuna og bréfaskriftirnar segir Auður hafa skilað árangri. „Ég hef verið mjög heppin með það að íslensk stjórnvöld eru að hjálpa mér. Og sérstaklega utanríkisráðuneytið og við höfum náð ýmsu fram á alþjóðavettvangi, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ „Meðal annars þetta áratuga átak í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu. Það átti bara að vera átak fyrir flogaveiki en við komum orðunum „önnur mein í taugakerfinu“ inn. Það er núna í gangi þetta áratuga átak í þágu taugakerfisins hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og það er meðal annars okkur að þakka hér á Íslandi,“ segir Auður. Þó baráttan hafi skilað einhverjum árangri er Auður þó hvergi hætt, en hún vonast til að læknavísindin taki við sér í takt við aukna framþróun í tækni og rannsóknum. Hún geri sér þó grein fyrir því að um flókið læknisfræðilegt viðfangsefni sé að ræða, og því vonast Auður eftir að hægt verði að nýta betur og samræma þá þekkingu sem til er í heiminum svo hægt sé að byggja betur ofan á þann grunn. Mænuskaðastofnun hyggst beita sér áfram á alþjóðavettvangi og heldur því úti söfnun og átaki í vitundarvakningu sem hægt er að lesa um nánar á heimasíðu stofnunarinnar. Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Auður og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007, en frú Vigdís Finnbogadóttir er til að mynda verndari samtakanna. „Dóttir mín slasaðist. Lenti í bílslysi og slasaðist mjög alvarlega og lamaðist fyrir neðan mitti. Og ég áttaði mig á því svona tíu árum seinna að það væri til svo mikil vannýtt þekking í sambandi við lækningu á mænuskaða,“ segir Auður. Auður Guðjónsdóttir er bæði stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.Vísir/Bjarni Síðan hefur hún barist fyrir því að vekja athygli á málstaðnum, með það að markmiði að hvetja til þess að fundin verði lækning við mænuskaða. „Þetta er bara svo erfitt. Taugakerfið er svo flókið og þekkingin liggur í brotum út um allan heim og já, þetta er bara svo erfitt. En nú er gervigreindin komin og maður er að binda vonir við að hún geti lesið sig í gegnum stór gagnasöfn, gagnabanka um mænuskaða og annað,“ segir Auður. Hún kveðst þakklát fyrir þann hljómgrunn sem hún hafi fundið frá stjórnvöldum og almenningi á Íslandi, en baráttan hefur náð út fyrir landsteinana. Bréf frá varaframkvæmdastjóra SÞ „Ég tók mig til og fór að skrifa bréf. Til Ban Ki-moon og til Tedrosar og Aminu Mohammed og til háttsetts fólks og vekja athygli á því að það þarf nauðsynlega að finna lækningu við mænuskaða og ég hef fengið bara lygilega mörg svör,“ segir Auður, sem vísar þar til fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sitjandi varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Baráttuna og bréfaskriftirnar segir Auður hafa skilað árangri. „Ég hef verið mjög heppin með það að íslensk stjórnvöld eru að hjálpa mér. Og sérstaklega utanríkisráðuneytið og við höfum náð ýmsu fram á alþjóðavettvangi, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ „Meðal annars þetta áratuga átak í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu. Það átti bara að vera átak fyrir flogaveiki en við komum orðunum „önnur mein í taugakerfinu“ inn. Það er núna í gangi þetta áratuga átak í þágu taugakerfisins hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og það er meðal annars okkur að þakka hér á Íslandi,“ segir Auður. Þó baráttan hafi skilað einhverjum árangri er Auður þó hvergi hætt, en hún vonast til að læknavísindin taki við sér í takt við aukna framþróun í tækni og rannsóknum. Hún geri sér þó grein fyrir því að um flókið læknisfræðilegt viðfangsefni sé að ræða, og því vonast Auður eftir að hægt verði að nýta betur og samræma þá þekkingu sem til er í heiminum svo hægt sé að byggja betur ofan á þann grunn. Mænuskaðastofnun hyggst beita sér áfram á alþjóðavettvangi og heldur því úti söfnun og átaki í vitundarvakningu sem hægt er að lesa um nánar á heimasíðu stofnunarinnar.
Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira