Gary Lineker vill banna orðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 12:00 Gary Lineker er komin með nóg af umræðunni um að fótboltinn sé að koma heim. Þau færi bara ill álög yfir enska landsliðð. EPA-EFE/WILL OLIVER Gary Lineker, knattspyrnusérfræðingur og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, vill alls ekki heyra ákveðin orð í aðdraganda úrslitaleik Englands og Spánar um Evrópumeistaratitilinn. Lineker hefur bannað orðin í umfjöllun breska ríkisútvarpsins í aðdraganda leiksins. „Við bönnum þessi orð,“ sagði Gary Lineker sem stýrir umræðuþáttum um keppnina. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart um hvaða orð hann er að tala. Gary Lineker: Stoppa orden i BBC! https://t.co/YlCWL7Vanj— Sportbladet (@sportbladet) July 13, 2024 Þessi setning kemur alltaf fram þegar enska landsliðið tekur þátt í stórmótum í fótbolta. Það fór fyrst á flug í tengslum við Evrópumótið 2021 en var enn meira áberandi fyrir HM í Katar 2022. Enska liðið tapaði í úrslitaleik á EM 2021 á heimavelli en datt úr í átta liða úrslitum á HM 2022. Nú er enska liðið komið alla leið í úrslitaleikinn á EM 2024. Frammistaðan hefur ekki verið sannfærandi en heppnin, sem hefur yfirgefið Englendinga svo oft á stórmótum síðustu áratuga, hefur svo sannarlega verið með enska liðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Orðin sem um ræðir eru:„Football's coming home“ eða „fótboltinn er að koma heim“ sem kemur úr laginu „Three Lions“ sem er gælunafn enska landsliðsins. Lineker er á því að notkunin á þessum orðið færi Englendingum ólukku og ill álög en enska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið stórmót síðan á HM 1966. „Við bönnum þessi orð því þau hafa aðeins fært okkur ógæfu í öll þessu ár,“ sagði Lineker en The Mirror segir frá. Það verður athyglisvert að sjá hvort kollegar hans hlýði. "It's coming home..." ❌Gary Lineker has quipped talk of football coming home is banned during the BBC's coverage of the Euro 2024 final to avoid jinxing England 😅💬https://t.co/zRaS06ibgn pic.twitter.com/aHEqvH4r63— Mirror Football (@MirrorFootball) July 12, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Lineker hefur bannað orðin í umfjöllun breska ríkisútvarpsins í aðdraganda leiksins. „Við bönnum þessi orð,“ sagði Gary Lineker sem stýrir umræðuþáttum um keppnina. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart um hvaða orð hann er að tala. Gary Lineker: Stoppa orden i BBC! https://t.co/YlCWL7Vanj— Sportbladet (@sportbladet) July 13, 2024 Þessi setning kemur alltaf fram þegar enska landsliðið tekur þátt í stórmótum í fótbolta. Það fór fyrst á flug í tengslum við Evrópumótið 2021 en var enn meira áberandi fyrir HM í Katar 2022. Enska liðið tapaði í úrslitaleik á EM 2021 á heimavelli en datt úr í átta liða úrslitum á HM 2022. Nú er enska liðið komið alla leið í úrslitaleikinn á EM 2024. Frammistaðan hefur ekki verið sannfærandi en heppnin, sem hefur yfirgefið Englendinga svo oft á stórmótum síðustu áratuga, hefur svo sannarlega verið með enska liðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Orðin sem um ræðir eru:„Football's coming home“ eða „fótboltinn er að koma heim“ sem kemur úr laginu „Three Lions“ sem er gælunafn enska landsliðsins. Lineker er á því að notkunin á þessum orðið færi Englendingum ólukku og ill álög en enska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið stórmót síðan á HM 1966. „Við bönnum þessi orð því þau hafa aðeins fært okkur ógæfu í öll þessu ár,“ sagði Lineker en The Mirror segir frá. Það verður athyglisvert að sjá hvort kollegar hans hlýði. "It's coming home..." ❌Gary Lineker has quipped talk of football coming home is banned during the BBC's coverage of the Euro 2024 final to avoid jinxing England 😅💬https://t.co/zRaS06ibgn pic.twitter.com/aHEqvH4r63— Mirror Football (@MirrorFootball) July 12, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira