Erlent

Maður hand­tekinn vegna líkams­leifa í ferða­tösku

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hægra meginn er Yostin Andres Mosquera, sem er grunaður um verknaðinn og hefur verið handtekinn. Hluti líkamsleifanna fundust í íbúðinni vinstra meginn, í Shepherd's Bush í vestur London.
Hægra meginn er Yostin Andres Mosquera, sem er grunaður um verknaðinn og hefur verið handtekinn. Hluti líkamsleifanna fundust í íbúðinni vinstra meginn, í Shepherd's Bush í vestur London. AP

Þrátíu og fjögurra ára gamall karlmaður sem grunaður er um morð hefur verið handtekinn í Bristol á Englandi. Líkamsleifar fundust í ferðatöskum á brúnni Clifton Suspension Bridge og í íbúð í Shepherd's Bush á miðvikudaginn.

Rétt fyrir miðnætti á miðvikudaginn fékk lögreglan á svæðinu tilkynningu um furðulega hegðun manns á ferðinni með ferðatöskur á Clifton suspension brúnni. Lögreglan var mætt á svæðið tíu mínútum síðar, en þá var maðurinn farinn, en hafði skilið töskur eftir. Önnur taska fannst svo ekki langt frá brúnni.

Í ljós kom að í töskunum væru líkamsleifar, fleiri líkamsleifar fundust svo í íbúð í Scott's Road í vestur-London.

Fórnarlömbin voru tveir karlar, lögregla hefur ekki borið kennsl á þá enn sem komið er.

Maður sem var handtekinn vegna málsins í Greenwich í London á föstudaginn í tengslum við rannsókn málsins, er laus allra mála.

Sjá frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×