Kemur inn í umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júlí 2024 08:02 Heimir ásamt yfirmönnum sínum David Courell og Marc Canham. Getty Írskur blaðamaður segir skiptar skoðanir um ráðningu Heimis Hallgrímssonar. Heimir kemur inn í sérstakt umhverfi hjá írska knattspyrnusambandinu, og mikið gustað það síðustu ár. Gavin Cummiskey, blaðamaður hjá Irish Times.Irish Times Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Írlands í fyrradag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. En hvernig tekur írska þjóðin í ráðninguna? „Menn þurftu satt að segja að fletta honum upp. Þangað til maður lítur til baka á frábæran árangur Íslands. Allir vita að Ísland sigraði England á EM 2016. Fólk vissi bara ekki hver hann var en þegar það áttaði sig á að hann hefði gert þetta og þeim árangri sem hann hefur náð á síðustu árum,“ segir Gavin Cummiskey, blaðamaður á Irish Times, í Sportpakkanum á Stöð 2. „Viðbrögðin hafa verið í lagi. Dálitlar efasemdir, menn eru ekki alveg vissir en ég held að menn muni styðja hann.“ Ólgusjór hjá sambandinu Gengið hefur á ýmsu hjá knattspyrnusambandinu síðustu ár þar sem meint spillingarmál koma fyrir. Þá þurfti írska ríkið að bjarga sambandinu frá gjaldþroti. Aðeins örfáir dagar síðan knattspyrnusambandið þurfti að biðjast afsökunar á kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara á vegum þess á 10. Áratugnum og Damien Duff fyrrum aðstoðarþjálfari Írlands gagnrýndi sambandið harðlega í víkunni. Það er því vert að spyrja hvernig umhverfi bíður Heimis. „Hann kemur inn í mjög áhugavert umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu og séð menn gefa loforð sem þeir hafa ekki staðið við,“ segir Cummiskey. „Það mikilvægasta sem hann hefur gert síðustu daga er að vera ekki með neitt kjaftæði, hann var hreinskilinn.“ „Hann sagðist vita hvað hann þyrfti að gera, í hverju hann yrði að vinna. Hann reyndi ekki að sykurhúða það. Hann virðist tala hreint út og það er svo mikilvægt fyrir það sem hann þarf að gera,“ segir Cummiskey. HM-sæti veiti ríkisborgararétt Heimir hefur því verk að vinna. „Hann stendur frammi fyrir mörgum áskorunum en ef hann nær óvæntum úrslitum eins og hjá Jamaíka og Íslandi og náð góðum úrslitum gegn þeim liðum sem við væntum þess að vinna þá hverfa svo mörg vandamál,“ „Ef hann kemur þeim á HM fær hann strax írskan ríkisborgararétt,“ segir Cummiskey. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Gavin Cummiskey, blaðamaður hjá Irish Times.Irish Times Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Írlands í fyrradag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. En hvernig tekur írska þjóðin í ráðninguna? „Menn þurftu satt að segja að fletta honum upp. Þangað til maður lítur til baka á frábæran árangur Íslands. Allir vita að Ísland sigraði England á EM 2016. Fólk vissi bara ekki hver hann var en þegar það áttaði sig á að hann hefði gert þetta og þeim árangri sem hann hefur náð á síðustu árum,“ segir Gavin Cummiskey, blaðamaður á Irish Times, í Sportpakkanum á Stöð 2. „Viðbrögðin hafa verið í lagi. Dálitlar efasemdir, menn eru ekki alveg vissir en ég held að menn muni styðja hann.“ Ólgusjór hjá sambandinu Gengið hefur á ýmsu hjá knattspyrnusambandinu síðustu ár þar sem meint spillingarmál koma fyrir. Þá þurfti írska ríkið að bjarga sambandinu frá gjaldþroti. Aðeins örfáir dagar síðan knattspyrnusambandið þurfti að biðjast afsökunar á kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara á vegum þess á 10. Áratugnum og Damien Duff fyrrum aðstoðarþjálfari Írlands gagnrýndi sambandið harðlega í víkunni. Það er því vert að spyrja hvernig umhverfi bíður Heimis. „Hann kemur inn í mjög áhugavert umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu og séð menn gefa loforð sem þeir hafa ekki staðið við,“ segir Cummiskey. „Það mikilvægasta sem hann hefur gert síðustu daga er að vera ekki með neitt kjaftæði, hann var hreinskilinn.“ „Hann sagðist vita hvað hann þyrfti að gera, í hverju hann yrði að vinna. Hann reyndi ekki að sykurhúða það. Hann virðist tala hreint út og það er svo mikilvægt fyrir það sem hann þarf að gera,“ segir Cummiskey. HM-sæti veiti ríkisborgararétt Heimir hefur því verk að vinna. „Hann stendur frammi fyrir mörgum áskorunum en ef hann nær óvæntum úrslitum eins og hjá Jamaíka og Íslandi og náð góðum úrslitum gegn þeim liðum sem við væntum þess að vinna þá hverfa svo mörg vandamál,“ „Ef hann kemur þeim á HM fær hann strax írskan ríkisborgararétt,“ segir Cummiskey. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira