Morgunblaðið greindi frá þessu í dag. Í umfjöllun miðilsins segir að Kirkjuþing hafi nýlega samþykkt breytingarnar. Húsið fari á sölu í næsta mánuði þegar séra Agnes M. Sigurðardóttir fráfarandi biskup verður flutt út.
Þá er haft eftir Guðrúnu að hún muni áfram búa í húsi sínu í Grafarvogi, en hún hefur starfað í Grafarvogskirkju í sextán ár.
Bústaðurinn hefur verið notaður undir móttökur og boð en í frétt Morgunblaðsins segir að safnaðarheimili Dómkirkjunnar komi til greina undir slíkt í framtíðinni.
Fram til ársins 2012 bjó biskup í bústaðnum endurgjaldslaust. Því var síðan breytt og biskupi gert að greiða leigu af bústaðnum. Árið 2017 sagðist Agnes greiða tæpar níutíu þúsund krónur á mánuði í leigu.