Erlent

Fannst á lífi eftir tvo sólar­hringa neðan­jarðar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðinni. 
Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðinni.  AP

Pólskur námuverkamaður fannst í dag eftir umfangsmikla björgunaraðgerð í kolanámunni í bænum Rydułtowy í Suður-Póllandi. Maðurinn hafði verið fastur í námunni í tvo sólarhringa.

Jarðskjálfti reið yfir bæinn um klukkan sex á fimmtudagsmorgun með þeim afleiðingum að einn námuverkamaður í kolanámunni lést og sautján slösuðust. Björgunarsveitir björguðu 76 starfsmönnum sem höfðu fests neðanjarðar í skjálftanum. 

Í umfjöllun AP kemur fram að maðurinn, sem er 32 ára, hafi verið með meðvitund þegar hann fannst og hann hafi verið fluttur á sjúkrahús. 

Nokkrum sinnum þurfti að gera hlé á leitinni vegna hættu á fleiri jarðskjálftum eða vegna of hás gildis metangass inni í námunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×