Slysið varð um hádegisbil í dag að brasilískum tíma fyrir utan stórborgina Curitiba í Brasilíu.
Eiginkona Dunga var með honum í bílnum en samkvæmt fréttum hlutu þau bæði minniháttar meiðsl en voru flutt á sjúkrahús. Á myndum frá slysstað sést illa farinn bíllinn sem liggur á hvolfi á veginum.

Dunga er 60 ára gamall en hann spilaði á þremur heimsmeistaramótum fyrir brasilíska landsliðsins og var fyrirliði þegar Brasilía varð heimsmeistari árið 1994. Eftir að hann hætti að spila gerðist hann knattspyrnustjóri og hefur stýrt brasilíska landsliðinu í tvígang, fyrst frá 2006-2010 og aftur frá 2014-2016.