Grunaður árásarmaður hét Thomas Matthew Crooks Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júlí 2024 07:38 Trump segir að skot hafi hæft sig í eyrað. Getty Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur. Árásin átti sér stað á kosningafundi í bænum Butler í Pennsylvaníu ríki í gærkvöldi. Þegar forsetinn fyrrverandi var að halda ræðu mátti heyra nokkra skothvelli. Í kjölfarið snöggbeygði Trump sig á meðan öryggisverðir skýldu honum. Trump segist sjálfur hafa verið skotinn í eyrað, og þá lést einn í árásinni og tveir aðrir eru særðir. Líkt og áður segir var grunaður árásarmaður drepinn af skyttum bandarísku leyniþjónustunnar. Sjá nánar: Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás „Alríkislögreglan hefur borið kennsl á Thomas Matthew Crooks, tvítugan mann frá Bethel Park í Pennsylvaníuríki sem viðfangið viðriðið morðtilræðið gagnvart Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta þann 13. júlí í Butler í Pennslylvaníu. Rannsóknin er enn yfirstandandi,“ segir í yfirlýsingu bandarísku alríkislögreglunnar FBI vegna málsins. Mynd frá vettvangi.Getty Crooks er sagður hafa komið sér fyrir á þaki í um 120 metra fjarlægð frá sviðinu á kosningafundinum sem var utan afgirts öryggissvæðis. Hann er talinn hafa notast við hálfsjálfvirkan rifill við árásina. CBS hefur eftir tveimur vitnum á vettvangi að þau hafi séð til árásarmannsins með rifill nokkrum mínútum fyrir árásina og gert lögreglu eða leyniþjónustunni viðvart. Crooks átti ekki sakaferil að baki miðað við réttargögn í Pennsylvaníu, að sögn New York Times. Skráður Repúblikani en gaf Demókrötum nokkra dollara New York Post segir að Crooks hafi verið skráður í Repúblikanaflokkinn, flokk Trumps. Ekki er vitað hvert tilefni eða ástæða árásarinnar var að svo stöddu. Þó minnist CNN á að Crooks hafi gefið samtökum sem styðja við Demókrataflokkinn fimmtán dollara í janúar 2021. Líkt og áður segir var Crooks tvítugur. Komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum hefðu verið þær fyrstu sem hann var með kosningarétt. Faðirinn reynir að átta sig CNN náði tali af föður Crooks, Matthew Crooks. Hann sagðist vera að reyna að átta sig á því hvað „í andskotanum væri í gangi.“ Hann ætlaði þó að bíða með að ræða um son sinn þangað til hann væri búinn að ræða við lögreglu. Samkvæmt New York Times lokaði lögreglan öllum leiðum að heimili fjölskyldu Crooks í Bethel, sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Butler þar sem árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Árásin átti sér stað á kosningafundi í bænum Butler í Pennsylvaníu ríki í gærkvöldi. Þegar forsetinn fyrrverandi var að halda ræðu mátti heyra nokkra skothvelli. Í kjölfarið snöggbeygði Trump sig á meðan öryggisverðir skýldu honum. Trump segist sjálfur hafa verið skotinn í eyrað, og þá lést einn í árásinni og tveir aðrir eru særðir. Líkt og áður segir var grunaður árásarmaður drepinn af skyttum bandarísku leyniþjónustunnar. Sjá nánar: Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás „Alríkislögreglan hefur borið kennsl á Thomas Matthew Crooks, tvítugan mann frá Bethel Park í Pennsylvaníuríki sem viðfangið viðriðið morðtilræðið gagnvart Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta þann 13. júlí í Butler í Pennslylvaníu. Rannsóknin er enn yfirstandandi,“ segir í yfirlýsingu bandarísku alríkislögreglunnar FBI vegna málsins. Mynd frá vettvangi.Getty Crooks er sagður hafa komið sér fyrir á þaki í um 120 metra fjarlægð frá sviðinu á kosningafundinum sem var utan afgirts öryggissvæðis. Hann er talinn hafa notast við hálfsjálfvirkan rifill við árásina. CBS hefur eftir tveimur vitnum á vettvangi að þau hafi séð til árásarmannsins með rifill nokkrum mínútum fyrir árásina og gert lögreglu eða leyniþjónustunni viðvart. Crooks átti ekki sakaferil að baki miðað við réttargögn í Pennsylvaníu, að sögn New York Times. Skráður Repúblikani en gaf Demókrötum nokkra dollara New York Post segir að Crooks hafi verið skráður í Repúblikanaflokkinn, flokk Trumps. Ekki er vitað hvert tilefni eða ástæða árásarinnar var að svo stöddu. Þó minnist CNN á að Crooks hafi gefið samtökum sem styðja við Demókrataflokkinn fimmtán dollara í janúar 2021. Líkt og áður segir var Crooks tvítugur. Komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum hefðu verið þær fyrstu sem hann var með kosningarétt. Faðirinn reynir að átta sig CNN náði tali af föður Crooks, Matthew Crooks. Hann sagðist vera að reyna að átta sig á því hvað „í andskotanum væri í gangi.“ Hann ætlaði þó að bíða með að ræða um son sinn þangað til hann væri búinn að ræða við lögreglu. Samkvæmt New York Times lokaði lögreglan öllum leiðum að heimili fjölskyldu Crooks í Bethel, sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Butler þar sem árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira