Sir Jim Ratcliffe sendi enska landsliðinu kveðju frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 10:46 Sir Jim Ratcliffe er staddur í veiðiferð á Íslandi og sendi því baráttukveðju sína frá Íslandi. @BBCSport Íslandsvinurinn og einn af eigendum Manchester United, Sir Jim Ratcliffe, var í hópi heimsþekktra aðila sem sendu enska karlalandsliðinu í fótbolta sérstaka kveðju fyrir úrslitaleikinn á móti Spáni í kvöld. Karlalandslið Englands getur orðið Evrópumeistari í fyrsta skiptið í sögunni og unnið sitt fyrsta stórmót í 58 ár. Breska ríkisútvarpið fékk frægt fólk til að senda ensku landsliðsmönnunum baráttukveðju. Þarna má sjá sjónvarpskonuna Amöndu Holden, tónlistarmanninn Ed Sheeran, gamanleikarann Stephen Fry, tónlistarkonuna Little Simz, formúluökumanninn George Russell, gamanleikarana David Baddiel, Romesh Ranganathan, Sir Lenny Henry, Paddy McGuinness og Bob Mortimer, söngkonurnar Kylie Minogue, Mabel og Ellie Goulding, leikarana Ricky Tomlinson og Ross Kemp, alþjóðlegu leikarana Ryan Reynolds og Hugh Jackman, leikkonuna Rose Ayling-Ellis, sjónvarpsmennina Ade Adepitan og Shaun Wallace, grínistana Michael McIntyre og Matt Lucas og svo auðvitað sjálfan Sir Jim Ratcliffe. Ratcliffe er nýorðinn einn af eigendum Manchester United en hann hefur alltaf verið mikill knattspyrnuáhugamaður. Það sem vakti athygli með kveðju Ratcliffe að hann var staddur í veiðiferð á Íslandi þar sem hann á talsvert af landi í kringum öflugar laxveiðiár. „Ég óska ykkur alls hins besta á sunnudaginn og vona innilega að þetta takist hjá ykkur,“ sagði Ratcliffe og bætti við skilaboðum til eins leikmanns Manchester United. „Luke [Shaw], gerðu það fyrir mig að togna ekki aftur atan í læri,“ sagði Ratcliffe. Það má sjá allar þessar kveðjur hér fyrir neðan. 🗣️ 'COME ON ENGLAND!' 🏴A list of celebrities have wished England good luck for tonight 🥰Wait for the end... 😆#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/AILshiaM3s— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
Karlalandslið Englands getur orðið Evrópumeistari í fyrsta skiptið í sögunni og unnið sitt fyrsta stórmót í 58 ár. Breska ríkisútvarpið fékk frægt fólk til að senda ensku landsliðsmönnunum baráttukveðju. Þarna má sjá sjónvarpskonuna Amöndu Holden, tónlistarmanninn Ed Sheeran, gamanleikarann Stephen Fry, tónlistarkonuna Little Simz, formúluökumanninn George Russell, gamanleikarana David Baddiel, Romesh Ranganathan, Sir Lenny Henry, Paddy McGuinness og Bob Mortimer, söngkonurnar Kylie Minogue, Mabel og Ellie Goulding, leikarana Ricky Tomlinson og Ross Kemp, alþjóðlegu leikarana Ryan Reynolds og Hugh Jackman, leikkonuna Rose Ayling-Ellis, sjónvarpsmennina Ade Adepitan og Shaun Wallace, grínistana Michael McIntyre og Matt Lucas og svo auðvitað sjálfan Sir Jim Ratcliffe. Ratcliffe er nýorðinn einn af eigendum Manchester United en hann hefur alltaf verið mikill knattspyrnuáhugamaður. Það sem vakti athygli með kveðju Ratcliffe að hann var staddur í veiðiferð á Íslandi þar sem hann á talsvert af landi í kringum öflugar laxveiðiár. „Ég óska ykkur alls hins besta á sunnudaginn og vona innilega að þetta takist hjá ykkur,“ sagði Ratcliffe og bætti við skilaboðum til eins leikmanns Manchester United. „Luke [Shaw], gerðu það fyrir mig að togna ekki aftur atan í læri,“ sagði Ratcliffe. Það má sjá allar þessar kveðjur hér fyrir neðan. 🗣️ 'COME ON ENGLAND!' 🏴A list of celebrities have wished England good luck for tonight 🥰Wait for the end... 😆#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/AILshiaM3s— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira