Reglurnar eru óumsemjanlegar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. júlí 2024 11:10 Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið. „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur í bæklingnum að hvað varði umsóknarríki að Evrópusambandinu snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það að komast að samkomulagi við sambandið um það með hvaða hætti og hvenær reglur þess séu teknar upp og innleiddar sem og verklagsreglur í því sambandi. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins og að ríkið nái sömuleiðis tilskyldum árangri í innleiðingu þeirra. Hvernig og hvenær en ekki hvort Viðræðurnar snúast þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk Evrópusambandsins en ekki hvort það geri það. Hægt er þannig að semja um tímabundna aðlögun að eintökum reglum og hið sama á við um svonefndar sérlausnir sem heita raunar gjarnan sérstakar aðlaganir (e. specific adaptations) í gögnum sambandsins, fela aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna innan ramma þeirra og breyta því ekki að ríkið fer undir vald sambandsins í þeim efnum. Texti bæklingsins er í góðu samræmi við önnur gögn frá Evrópusambandinu í þessum efnum sem og reynslu annarra ríkja af umsóknarferlinu að sambandinu. Til dæmis Noregs þegar landið sótti síðast um inngöngu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Þannig var Norðmönnum einungis boðin tímabundin aðlögun í sjávarútvegsmálum í tæp fimm ár áður en norskur sjávarútvegur færi undir stjórn sambandsins en þeir höfðu farið fram á það að fara að mestu leyti áfram með stjórn sjávarútvegsmála sinna. Varla þarf að koma á óvart að Norðmenn hafi afþakkað inngöngu í Evrópusambandið. Þar spilaði þó mun fleira inn í en einungis sjávarútvegsmálin. Fyrst og fremst vald Norðmanna yfir sínum eigin málum. Þess má einnig geta að niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár hafa sýnt meirihluta landsmanna andvígan því að gengið verði í sambandið. Þá hafa kannanir einnig sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Vart meðmæli með inngöngu í ESB Fram kom til að mynda í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í sambandið á sínum tíma að Ísland yrði að taka upp allt regluverk þess og innleiða það í tæka tíð. Við upptöku regluverks Evrópusambandsins gæti verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðlagana að því sem yrðu þó að rúmast innan ramma regluverksins eins og áður er komið inn á og enn fremur að vera í samræmi við það með hvaða hætti reglurnar hefðu áður verið innleiddar af ríkjum sambandsins. Hvað tímabundna aðlögun að regluverki Evrópusambandsins varðar kom fram að Ísland gæti farið fram á slíkt að því gefnu að um væri að ræða ráðstafanir sem væru „takmarkaðar að tíma og umfangi“ og að þeim fylgdi áætlun með skýrt skilgreindum skrefum að upptöku á viðkomandi regluverki. Tekið var fram að slík aðlögunartímabil væru þó einungis í boði í undantekningartilfellum. Þá sagði að í öllum tilfellum mætti slík tímabundin aðlögun hvorki fela í sér breytingar á regluverki sambandsins né stefnumörkun þess. Fram kom að sama skapi ítrekað í málflutningi forystumanna Evrópusambandsins í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar að allt sem samið væri um þyrfti að rúmast innan regluverks þess. Enn fremur, líkt og raunar margoft áratugina á undan, að engar varanlegar undanþágur væru í boði frá regluverkinu. Telji talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hins vegar að ekkert sé að marka gögn sambandsins og orð forystumanna þess geta það ofan á annað vart talizt meðmæli með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið. „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur í bæklingnum að hvað varði umsóknarríki að Evrópusambandinu snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það að komast að samkomulagi við sambandið um það með hvaða hætti og hvenær reglur þess séu teknar upp og innleiddar sem og verklagsreglur í því sambandi. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins og að ríkið nái sömuleiðis tilskyldum árangri í innleiðingu þeirra. Hvernig og hvenær en ekki hvort Viðræðurnar snúast þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk Evrópusambandsins en ekki hvort það geri það. Hægt er þannig að semja um tímabundna aðlögun að eintökum reglum og hið sama á við um svonefndar sérlausnir sem heita raunar gjarnan sérstakar aðlaganir (e. specific adaptations) í gögnum sambandsins, fela aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna innan ramma þeirra og breyta því ekki að ríkið fer undir vald sambandsins í þeim efnum. Texti bæklingsins er í góðu samræmi við önnur gögn frá Evrópusambandinu í þessum efnum sem og reynslu annarra ríkja af umsóknarferlinu að sambandinu. Til dæmis Noregs þegar landið sótti síðast um inngöngu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Þannig var Norðmönnum einungis boðin tímabundin aðlögun í sjávarútvegsmálum í tæp fimm ár áður en norskur sjávarútvegur færi undir stjórn sambandsins en þeir höfðu farið fram á það að fara að mestu leyti áfram með stjórn sjávarútvegsmála sinna. Varla þarf að koma á óvart að Norðmenn hafi afþakkað inngöngu í Evrópusambandið. Þar spilaði þó mun fleira inn í en einungis sjávarútvegsmálin. Fyrst og fremst vald Norðmanna yfir sínum eigin málum. Þess má einnig geta að niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár hafa sýnt meirihluta landsmanna andvígan því að gengið verði í sambandið. Þá hafa kannanir einnig sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Vart meðmæli með inngöngu í ESB Fram kom til að mynda í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í sambandið á sínum tíma að Ísland yrði að taka upp allt regluverk þess og innleiða það í tæka tíð. Við upptöku regluverks Evrópusambandsins gæti verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðlagana að því sem yrðu þó að rúmast innan ramma regluverksins eins og áður er komið inn á og enn fremur að vera í samræmi við það með hvaða hætti reglurnar hefðu áður verið innleiddar af ríkjum sambandsins. Hvað tímabundna aðlögun að regluverki Evrópusambandsins varðar kom fram að Ísland gæti farið fram á slíkt að því gefnu að um væri að ræða ráðstafanir sem væru „takmarkaðar að tíma og umfangi“ og að þeim fylgdi áætlun með skýrt skilgreindum skrefum að upptöku á viðkomandi regluverki. Tekið var fram að slík aðlögunartímabil væru þó einungis í boði í undantekningartilfellum. Þá sagði að í öllum tilfellum mætti slík tímabundin aðlögun hvorki fela í sér breytingar á regluverki sambandsins né stefnumörkun þess. Fram kom að sama skapi ítrekað í málflutningi forystumanna Evrópusambandsins í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar að allt sem samið væri um þyrfti að rúmast innan regluverks þess. Enn fremur, líkt og raunar margoft áratugina á undan, að engar varanlegar undanþágur væru í boði frá regluverkinu. Telji talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hins vegar að ekkert sé að marka gögn sambandsins og orð forystumanna þess geta það ofan á annað vart talizt meðmæli með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun