Tilfinningalegur athyglisbrestur og heilbrigt tilfinningalíf Jón Þór Ólafsson skrifar 14. júlí 2024 12:31 Í um 10.000 klukkutíma sem börn - í 10 mánuði á ári í 10 ár er okkur kennt að grípa athyglina okkar og beina henni að hugrænum viðfangsefnum. Einhverjum upplýsingum til að skilja og muna, og geta svo notað. Skiljanlega, því athygli er grundvöllur fyrir nánast öllum lærdómi. Og ef það er athyglisbrestur þá tökum við oft þau skref að breyta efnabúskap heilans. Við tökum inn efni eins og koffín og ADHD lyf til þess að geta leitt hugan að einhverju viðfangsefni og lært. Við höfum lagt ofboðslega mikið á okkur sem samfélag til að bæta upp athyglisbrest, með þjálfun og efnum, þegar kemur að því að beina athyglinni að hugrænum viðfangsefnum og það hefur hjálpað okkur að lifa vel, en ekki endilega að líða vel. Það sem hefur fengið minni athygli, er hins vegar að leiða hugan að því tilfinningalífi sem á endanum ræður því algerlega hvernig okkur líður. Fullorðið fólk er mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum sem verða eðlilega pirruð eða óþolinmóð eða leið yfir því að vera sífellt sett í kringumstæður sem þeim finnst tilgangslausar við að læra eitthvað sem þeim finnst tilgangslaust. Og fullorðið fólk er líka mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum að skoða tilfinningar sínar og leysa úr þeim á heilbrigðan hátt án þess að meiða sig og aðra. Eðlilega, því okkur var ekki kennt betur og það þarf leiðsögn og þjálfun til að læra á tilfinningalífið. Við erum því enn þá flest með töluverðan tilfinningalegan athyglisbrest. En það er hægt að bæta upp þann athyglisbrest með þjálfun og efnum, og læra þannig að beina athyglinni að tilfinningalegum viðfangsefnum og leysa úr þeim. Tilfinningar ráða því á endanum hvort okkur líður vel eða illa, og hvort við viljum öðrum vel eða illt. Svo það er mikilvægt að setja í meiri forgang að hjálpa börnum sérstaklega og okkur fullorðna fólkinu líka, að leiða athyglina að því tilfinningalífi sem er til staðar og læra að lifa því farsællega. Sem samfélag býður sálfræðin upp á mikið af gagnreyndum aðferðum sem rannsóknir sýna að raunverulega virka til að hjálpa okkur að hafa heilbrigt tilfinningalíf og hægt er að læra þær hjá sálfræðingum, í hópum og heima hjá sér - og hér er hlekkur á myndskeið með bestu samantektinni sem ég hef fundið og nota sjálfur. - Sem foreldrar getum við t.d. horft með börnunum okkar á nýju Disney myndin „Inside Out 2“ sem kennir svo vel á nokkrar grunntilfinningar eins og kvíða og sorg. - Sem einstaklingar eru leiðirnar svo mögulega jafn margar og við erum mörg, því það er svo mismunandi hvað við þurfum hverju sinni. - Það tekur tíma að læra á tilfinningalífið - en við getum það - og eflaust er fátt í lífinu mikilvægara. Höfundur er sálfræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í um 10.000 klukkutíma sem börn - í 10 mánuði á ári í 10 ár er okkur kennt að grípa athyglina okkar og beina henni að hugrænum viðfangsefnum. Einhverjum upplýsingum til að skilja og muna, og geta svo notað. Skiljanlega, því athygli er grundvöllur fyrir nánast öllum lærdómi. Og ef það er athyglisbrestur þá tökum við oft þau skref að breyta efnabúskap heilans. Við tökum inn efni eins og koffín og ADHD lyf til þess að geta leitt hugan að einhverju viðfangsefni og lært. Við höfum lagt ofboðslega mikið á okkur sem samfélag til að bæta upp athyglisbrest, með þjálfun og efnum, þegar kemur að því að beina athyglinni að hugrænum viðfangsefnum og það hefur hjálpað okkur að lifa vel, en ekki endilega að líða vel. Það sem hefur fengið minni athygli, er hins vegar að leiða hugan að því tilfinningalífi sem á endanum ræður því algerlega hvernig okkur líður. Fullorðið fólk er mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum sem verða eðlilega pirruð eða óþolinmóð eða leið yfir því að vera sífellt sett í kringumstæður sem þeim finnst tilgangslausar við að læra eitthvað sem þeim finnst tilgangslaust. Og fullorðið fólk er líka mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum að skoða tilfinningar sínar og leysa úr þeim á heilbrigðan hátt án þess að meiða sig og aðra. Eðlilega, því okkur var ekki kennt betur og það þarf leiðsögn og þjálfun til að læra á tilfinningalífið. Við erum því enn þá flest með töluverðan tilfinningalegan athyglisbrest. En það er hægt að bæta upp þann athyglisbrest með þjálfun og efnum, og læra þannig að beina athyglinni að tilfinningalegum viðfangsefnum og leysa úr þeim. Tilfinningar ráða því á endanum hvort okkur líður vel eða illa, og hvort við viljum öðrum vel eða illt. Svo það er mikilvægt að setja í meiri forgang að hjálpa börnum sérstaklega og okkur fullorðna fólkinu líka, að leiða athyglina að því tilfinningalífi sem er til staðar og læra að lifa því farsællega. Sem samfélag býður sálfræðin upp á mikið af gagnreyndum aðferðum sem rannsóknir sýna að raunverulega virka til að hjálpa okkur að hafa heilbrigt tilfinningalíf og hægt er að læra þær hjá sálfræðingum, í hópum og heima hjá sér - og hér er hlekkur á myndskeið með bestu samantektinni sem ég hef fundið og nota sjálfur. - Sem foreldrar getum við t.d. horft með börnunum okkar á nýju Disney myndin „Inside Out 2“ sem kennir svo vel á nokkrar grunntilfinningar eins og kvíða og sorg. - Sem einstaklingar eru leiðirnar svo mögulega jafn margar og við erum mörg, því það er svo mismunandi hvað við þurfum hverju sinni. - Það tekur tíma að læra á tilfinningalífið - en við getum það - og eflaust er fátt í lífinu mikilvægara. Höfundur er sálfræðinemi
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun