Stórkostlegt svar hjá íslensku strákunum eftir skellinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 12:51 Daníel Ágúst Halldórsson stýrði leik íslenska liðsins með glæsibrag í dag og gaf alls níu stoðsendingar. FIBA.basketball Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta fór á kostum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta i Póllandi. Íslenska liðið spilaði þá aftur innan við sólarhring eftir þrjátíu stiga tap á móti gríðarsterku liði Litháen í gær. Strákarnir sýndu styrk sinn í frábærum sigri á Svartfellingum í dag. Leikurinn vannst á endanum með átján stigum, 71-53. Íslenska liðið lenti reyndar langt undir í erfiðum fyrsta leikhluta en þegar strákarnir fundu taktinn þá áttu Svartfellingar fá svör á móti Norðurlandsmeisturunum. Íslenska liðið er í A-deildinni og er því að spila við sterkustu þjóðir álfunnar. Almari Orri öflugur Almar Orri Atlason átti skelfilegan leik í gær en hann sýndi í dag hversu öflugur leikmaður hann er. Almar Orri var stigahæstur með 23 stig auk þess að taka 5 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Tómas Valur Þrastarson skoraði 14 stig og tók 7 fráköst, Elías Bjarki Pálsson var með 10 stig á 18 mínútum og þá var leikstjórnandinn Daníel Ágúst Halldórsson með 6 stig, 6 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Ísland vann með 18 stigum þegar Elías Bjarki var inn á gólfinu og með 16 stigum þær mínútur sem Daníel Ágúst spilaði. Lentu þrettán stigum undir 9-2 byrjun íslenska liðsins lofaði góðu en þremur mínútum síðar var staðan orðin 15-9 fyrir Svartfjallaland eftir þrettán stig þeirra í röð. Almar Orri setti niður þrjá þrista í fyrsta leikhlutanum og var því búin að margfalda stigaskor sitt frá því kvöldið áður þegar hann var ískaldur í skotum sínum. Það dugði þó skammt því Svartfellingar voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-14. Íslenska liðið byrjaði annan leikhlutann aftur á móti með 10-2 spretti og kom sér aftur inn í leikinn. Liðið komst yfir undir lok leikhlutans en missti forystuna aftur frá sér. Almar Orri var kominn með 20 stig í hálfleik og munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 41-38 fyrir Svartfjallaland. Frábær seinni hálfleikur Íslensku strákarnir voru hins vegar komnir í stuð og léku mjög vel í þriðja leikhlutanum sem þeir unnu 21-8 og voru því tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Tveir leikhlutar í röð sem strákarnir unnu með tíu stigum eða meira. Vörnin var í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu í lokaleikhlutanum og þar náði Tómas Valur meðal annars að verja skot, stela boltanum og fiska ruðning á stuttum kafla. Alvöru varnarmaður þar á ferðinni. Íslenska liðið vann fjórða leikhlutann 12-4 og þar með leikinn örugglega með átján stigum. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Íslenska liðið spilaði þá aftur innan við sólarhring eftir þrjátíu stiga tap á móti gríðarsterku liði Litháen í gær. Strákarnir sýndu styrk sinn í frábærum sigri á Svartfellingum í dag. Leikurinn vannst á endanum með átján stigum, 71-53. Íslenska liðið lenti reyndar langt undir í erfiðum fyrsta leikhluta en þegar strákarnir fundu taktinn þá áttu Svartfellingar fá svör á móti Norðurlandsmeisturunum. Íslenska liðið er í A-deildinni og er því að spila við sterkustu þjóðir álfunnar. Almari Orri öflugur Almar Orri Atlason átti skelfilegan leik í gær en hann sýndi í dag hversu öflugur leikmaður hann er. Almar Orri var stigahæstur með 23 stig auk þess að taka 5 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Tómas Valur Þrastarson skoraði 14 stig og tók 7 fráköst, Elías Bjarki Pálsson var með 10 stig á 18 mínútum og þá var leikstjórnandinn Daníel Ágúst Halldórsson með 6 stig, 6 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Ísland vann með 18 stigum þegar Elías Bjarki var inn á gólfinu og með 16 stigum þær mínútur sem Daníel Ágúst spilaði. Lentu þrettán stigum undir 9-2 byrjun íslenska liðsins lofaði góðu en þremur mínútum síðar var staðan orðin 15-9 fyrir Svartfjallaland eftir þrettán stig þeirra í röð. Almar Orri setti niður þrjá þrista í fyrsta leikhlutanum og var því búin að margfalda stigaskor sitt frá því kvöldið áður þegar hann var ískaldur í skotum sínum. Það dugði þó skammt því Svartfellingar voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-14. Íslenska liðið byrjaði annan leikhlutann aftur á móti með 10-2 spretti og kom sér aftur inn í leikinn. Liðið komst yfir undir lok leikhlutans en missti forystuna aftur frá sér. Almar Orri var kominn með 20 stig í hálfleik og munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 41-38 fyrir Svartfjallaland. Frábær seinni hálfleikur Íslensku strákarnir voru hins vegar komnir í stuð og léku mjög vel í þriðja leikhlutanum sem þeir unnu 21-8 og voru því tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Tveir leikhlutar í röð sem strákarnir unnu með tíu stigum eða meira. Vörnin var í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu í lokaleikhlutanum og þar náði Tómas Valur meðal annars að verja skot, stela boltanum og fiska ruðning á stuttum kafla. Alvöru varnarmaður þar á ferðinni. Íslenska liðið vann fjórða leikhlutann 12-4 og þar með leikinn örugglega með átján stigum.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum