Árásin komi til með að auka stuðning við Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júlí 2024 14:00 Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir líklegt að árásin á Donald Trump muni hjálpa kosningabaráttu hans. AP/Vísir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, telur líklegt að morðtilræðið gegn Donald Trump í gærkvöldi komi til með að styrkja kosningabaráttu hans, að minnsta kosti til skemmri tíma. Atburðurinn komi til með að vekja ýmsar samsæriskenningar, en árásin hefur jafnframt vakið umræðu um öryggismál og spurningar um gæslu umhverfis forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum. „Manni bregður náttúrlega alltaf að sjá svona. Það er náttúrlega gríðarlegt ofbeldi í Bandaríkjunum með skotvopnum þannig að það er ástæða fyrir því að frambjóðendur eru með lífverði og öryggisgæslu í kringum sig,“ segir Silja Bára. Árásarmaðurinn sem skotinn var til bana á vettvangi er sagður hafa hleypt af byssunni af þaki byggingar skammt fyrir utan samkomusvæðið þar sem fjölmennur kosningafundur Trumps for fram í Pennsylvaníu í gær. „Mér skilst að þessi maður hafi verið utan öryggissvæðisins, það er að segja að hann hafi verið nógu langt í burtu til þess að hann hafi ekki verið búinn að fara í gegnum öryggisgæslu. Þannig þetta var ekki brestur í öryggiseftirlitinu á svæðinu sem að olli því að þetta gerðist. En þetta vekur alls konar spurningar,” segir Silja Bára. Hún telur ljóst að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember. „Ég held að þetta auki stuðning við Trump, að minnsta kosti til skemmri tíma. Að fólk muni horfa á þetta að það staðfesti orðræðu hans um að ríkið ógni honum, það sem hann kallar djúpríkið og allt þetta. Það byrjaði strax í nótt, Repúblikanar voru að kenna Biden og hans orðræðu um þetta atvik, þannig þeir reyna að snúa þessu þannig að þetta sé í raun Demókrötum að kenna,“ segir Silja Bára. Þetta komi til með að ýta undir alls konar samsæriskenningar. „Algjörlega. Og mjög mikilvægt í raun og veru að reyna að sporna við því og reyna að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka enn meira á tortryggni almennings gagnvart stjórnvöldum.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira
Atburðurinn komi til með að vekja ýmsar samsæriskenningar, en árásin hefur jafnframt vakið umræðu um öryggismál og spurningar um gæslu umhverfis forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum. „Manni bregður náttúrlega alltaf að sjá svona. Það er náttúrlega gríðarlegt ofbeldi í Bandaríkjunum með skotvopnum þannig að það er ástæða fyrir því að frambjóðendur eru með lífverði og öryggisgæslu í kringum sig,“ segir Silja Bára. Árásarmaðurinn sem skotinn var til bana á vettvangi er sagður hafa hleypt af byssunni af þaki byggingar skammt fyrir utan samkomusvæðið þar sem fjölmennur kosningafundur Trumps for fram í Pennsylvaníu í gær. „Mér skilst að þessi maður hafi verið utan öryggissvæðisins, það er að segja að hann hafi verið nógu langt í burtu til þess að hann hafi ekki verið búinn að fara í gegnum öryggisgæslu. Þannig þetta var ekki brestur í öryggiseftirlitinu á svæðinu sem að olli því að þetta gerðist. En þetta vekur alls konar spurningar,” segir Silja Bára. Hún telur ljóst að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember. „Ég held að þetta auki stuðning við Trump, að minnsta kosti til skemmri tíma. Að fólk muni horfa á þetta að það staðfesti orðræðu hans um að ríkið ógni honum, það sem hann kallar djúpríkið og allt þetta. Það byrjaði strax í nótt, Repúblikanar voru að kenna Biden og hans orðræðu um þetta atvik, þannig þeir reyna að snúa þessu þannig að þetta sé í raun Demókrötum að kenna,“ segir Silja Bára. Þetta komi til með að ýta undir alls konar samsæriskenningar. „Algjörlega. Og mjög mikilvægt í raun og veru að reyna að sporna við því og reyna að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka enn meira á tortryggni almennings gagnvart stjórnvöldum.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira