Ótrúleg mynd virðist sýna kúlu fljúga fram hjá Trump Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júlí 2024 15:01 Trump var skotinn í eyrað. Getty Ljósmyndari New York Times, Doug Mills, var að mynda kosningafund Donald Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta þegar skotárás, sem beindist að Trump, var framin. Mills náði mynd sem virðist sýna byssukúlu fljúga fram hjá Trump. Árásarmaðurinn grunaði hét Thomas Matthew Crooks, en hann er talinn hafa hleypt af um sex eða sjö skotum í átt að Trump. Einn lést og tveir særðust alvarlega. Þá hæfði ein kúlan eyra forsetans fyrrverandi. Síðan skaut skytta bandarísku leyniþjónustunnar Crooks til bana. Michael Harrigan, sem starfaði í tvo áratugi hjá bandarísku alríkislögreglunni og var sérstakur sérfræðingur hennar í skotvopnamálum, telur miklar likur á að myndin sýni kúlu fara fram hjá Trump. Í tístinu hér að neðan má sjá umrædda mynd: A remarkable photo captured by my former White House Press Corps colleague Doug Mills. Zoom in right above President Trump’s shoulder and you’ll see a bullet flying in the air to the right of President Trump’s head following an attempted assassination. pic.twitter.com/FqmLBCytoW— Haraz N. Ghanbari (@HarazGhanbari) July 14, 2024 „Í ljósi aðstæðna, ef þetta er ekki leið kúlunnar í loftinu þá hef ég bara ekki hugmynd um hvað þetta gæti verið,“ sagði Harrigan við New York Times. Þrátt fyrir það vill hann meina að líkurnar á að ná ljósmynd sem þessari sé einn á móti milljón. Fram kemur í umfjöllun New York Times að Mills hafi notast við stafræna myndavél frá Sony, sem getur tekið allt að þrjátíu myndir á sekúndu. Hann hafi tekið myndirnar með mjög hröðum lokunarhraða. Bandaríkin Donald Trump Ljósmyndun Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira
Árásarmaðurinn grunaði hét Thomas Matthew Crooks, en hann er talinn hafa hleypt af um sex eða sjö skotum í átt að Trump. Einn lést og tveir særðust alvarlega. Þá hæfði ein kúlan eyra forsetans fyrrverandi. Síðan skaut skytta bandarísku leyniþjónustunnar Crooks til bana. Michael Harrigan, sem starfaði í tvo áratugi hjá bandarísku alríkislögreglunni og var sérstakur sérfræðingur hennar í skotvopnamálum, telur miklar likur á að myndin sýni kúlu fara fram hjá Trump. Í tístinu hér að neðan má sjá umrædda mynd: A remarkable photo captured by my former White House Press Corps colleague Doug Mills. Zoom in right above President Trump’s shoulder and you’ll see a bullet flying in the air to the right of President Trump’s head following an attempted assassination. pic.twitter.com/FqmLBCytoW— Haraz N. Ghanbari (@HarazGhanbari) July 14, 2024 „Í ljósi aðstæðna, ef þetta er ekki leið kúlunnar í loftinu þá hef ég bara ekki hugmynd um hvað þetta gæti verið,“ sagði Harrigan við New York Times. Þrátt fyrir það vill hann meina að líkurnar á að ná ljósmynd sem þessari sé einn á móti milljón. Fram kemur í umfjöllun New York Times að Mills hafi notast við stafræna myndavél frá Sony, sem getur tekið allt að þrjátíu myndir á sekúndu. Hann hafi tekið myndirnar með mjög hröðum lokunarhraða.
Bandaríkin Donald Trump Ljósmyndun Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira