Fótbolti

Man United gengur frá kaupum á Zirkzee

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Joshua Zirkzee er genginn í raðir Manchester United.
Joshua Zirkzee er genginn í raðir Manchester United. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images

Manchester United hefur gengið frá kaupum á hollenska framherjanum Joshua Zirkzee frá ítalska félaginu Bologna.

United greiðir um 36,5 milljónir punda fyrir Zirkzee, en það samsvarar rúmlega 6,5 milljörðum króna.

Hinn 23 ára gamli Zirkzee hóf meistaraflokksferil sinn hjá Bayern München árið 2019. Hann lék þó aðeins tólf deildarleiki fyrir félagið á þriggja ára tímabili og var á láni hjá bæði Parma og Anderlecht áður en hann gekk í raðir Bologna árið 2022.

Á síðasta tímabili lék Zirkzee 37 deildarleiki fyrir Bologna og skoraði í þeim tólf mörk. Hann lék því stórt hlutverk fyrir liðið er félagið tryggði sér óvænt sæti í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×