„Vildum vinna þetta fyrir hann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2024 22:30 Harry Kane var tekinn snemma af velli í úrslitaleiknum í kvöld. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. „Það er erfitt að útskýra það hvernig okkur líður núna. Þetta var erfiður leikur, en við gerðum vel í að koma okkur aftur inn í leikinn eftir að við lentum undir. Við áttum hins vegar í erfiðleikum með að byggja ofan á það og að fá á sig mark svona í lokin er eitthvað sem er erfitt að kyngja,“ sagði framherjinn í leikslok. „Við erum búnir að vera að lenda undir og snúa leikjum við allt mótið. Við erum með það í okkar vopnabúri. En í kvöld náðum við ekki að taka skrefið og klára dæmið.“ „Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik og áttum erfitt með að halda boltanum. Við gerðum betur í seinni hálfleik og náðum að skora. Svo erum við kærulausir og ein fyrirgjöf klárar þetta,“ bætti Kane við. Hann segir að leikmenn liðsins hafi viljað vinna þetta fyrir þjálfara liðsins, Gareth Southgate. Kane segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þjálfarann. „Við nýttum ekki tækifærið. Það er ekki auðvelt að komast í þessa úrslitaleiki og þú verður að nýta tækifærið þegar það gefst. Okkur mistókst það aftur. Það er ótrúlegur sársauki sem fylgir því og þetta verður vont í langan tíma.“ „Gareth mun núna fara heim og taka sér tíma í að ákveða hvað hann gerir. Við vildum vinna þetta fyrir hann.“ EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. 14. júlí 2024 18:17 Sjáðu mörkin sem tryggðu Spánverjum sinn fjórða Evrópumeistaratitil Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum. 14. júlí 2024 21:15 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sjá meira
„Það er erfitt að útskýra það hvernig okkur líður núna. Þetta var erfiður leikur, en við gerðum vel í að koma okkur aftur inn í leikinn eftir að við lentum undir. Við áttum hins vegar í erfiðleikum með að byggja ofan á það og að fá á sig mark svona í lokin er eitthvað sem er erfitt að kyngja,“ sagði framherjinn í leikslok. „Við erum búnir að vera að lenda undir og snúa leikjum við allt mótið. Við erum með það í okkar vopnabúri. En í kvöld náðum við ekki að taka skrefið og klára dæmið.“ „Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik og áttum erfitt með að halda boltanum. Við gerðum betur í seinni hálfleik og náðum að skora. Svo erum við kærulausir og ein fyrirgjöf klárar þetta,“ bætti Kane við. Hann segir að leikmenn liðsins hafi viljað vinna þetta fyrir þjálfara liðsins, Gareth Southgate. Kane segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þjálfarann. „Við nýttum ekki tækifærið. Það er ekki auðvelt að komast í þessa úrslitaleiki og þú verður að nýta tækifærið þegar það gefst. Okkur mistókst það aftur. Það er ótrúlegur sársauki sem fylgir því og þetta verður vont í langan tíma.“ „Gareth mun núna fara heim og taka sér tíma í að ákveða hvað hann gerir. Við vildum vinna þetta fyrir hann.“
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. 14. júlí 2024 18:17 Sjáðu mörkin sem tryggðu Spánverjum sinn fjórða Evrópumeistaratitil Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum. 14. júlí 2024 21:15 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sjá meira
Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. 14. júlí 2024 18:17
Sjáðu mörkin sem tryggðu Spánverjum sinn fjórða Evrópumeistaratitil Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum. 14. júlí 2024 21:15