Southgate hrósar Spánverjum: „Fannst þeir vera besta lið mótsins“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2024 23:00 Gareth Southgate hrósaði Spánverjum eftir leik kvöldsins. Dan Mullan/Getty Images Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var nokkuð stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi þurft að sætta sig við silfur eftir 2-1 tap gegn Spánverjum í úrslitaleik EM í kvöld. „Við börðumst fram á síðustu mínútu mótsins,“ sagði Southgate í leikslok. „Við héldum boltanum ekki nægilega vel í kvöld. Við vörðumst vel, en þegar við vinnum boltann aftur þá þurfum við að koma okkur út úr pressunni og við náðum því ekki. Það þýddi að þeir höfðu betri stjórn á leiknum og það hefur áhrif á okkar lið.“ „En þrátt fyrir það náðum við að jafna og þá var þetta galopið. Við fengum alvöru færi í lokin og það er alltaf fín lína sem skilur á milli. Mér fannst þeir samt vera besta lið mótsins.“ Þrátt fyrir gott gengi enska liðsins undir stjórn Southgate hafa margir velt því fyrir sér hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þjálfarann. Hann segist þó ekki ætla að taka ákvörðun um það strax. „Ég held að þetta sé ekki góður tími til að taka slíka ákvörðun. Ég þarf að tala við rétta fólkið. Þetta er ekki ákvörðun sem ég tek í kvöld.“ Hann segir liðið þó vera á góðum stað. „Enska landsliðið er á mjög góðum stað þegar við horfum í þá reynslu sem leikmennirnir hafa. Flestir af þeim sem eru í liðinu verða ennþá hérna á næsta HM og næsta EM. Það er mikið sem við getum látið okkur hlakka til, en á svona stundum er það engin huggun,“ sagði Southgate að lokum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
„Við börðumst fram á síðustu mínútu mótsins,“ sagði Southgate í leikslok. „Við héldum boltanum ekki nægilega vel í kvöld. Við vörðumst vel, en þegar við vinnum boltann aftur þá þurfum við að koma okkur út úr pressunni og við náðum því ekki. Það þýddi að þeir höfðu betri stjórn á leiknum og það hefur áhrif á okkar lið.“ „En þrátt fyrir það náðum við að jafna og þá var þetta galopið. Við fengum alvöru færi í lokin og það er alltaf fín lína sem skilur á milli. Mér fannst þeir samt vera besta lið mótsins.“ Þrátt fyrir gott gengi enska liðsins undir stjórn Southgate hafa margir velt því fyrir sér hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þjálfarann. Hann segist þó ekki ætla að taka ákvörðun um það strax. „Ég held að þetta sé ekki góður tími til að taka slíka ákvörðun. Ég þarf að tala við rétta fólkið. Þetta er ekki ákvörðun sem ég tek í kvöld.“ Hann segir liðið þó vera á góðum stað. „Enska landsliðið er á mjög góðum stað þegar við horfum í þá reynslu sem leikmennirnir hafa. Flestir af þeim sem eru í liðinu verða ennþá hérna á næsta HM og næsta EM. Það er mikið sem við getum látið okkur hlakka til, en á svona stundum er það engin huggun,“ sagði Southgate að lokum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira