Hvernig og hvenær en ekki hvort Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. júlí 2024 07:30 Venjulega þykir það góður siður að lesa greinar sem maður hyggst svara áður en maður svarar þeim. Hins vegar má ljóst vera að sumir hafa það ekki að leiðarljósi. Til að mynda minn góði vinur Ole Anton Bieltvedt. Ég fjallaði þannig um það í grein á Vísir.is í gær að reglur Evrópusambandsins væru óumsemjanlegar þegar ný ríki gengju þar inn. Þar vitnaði ég beint til orða sambandsins sjálfs, nánar tiltekið bæklings sem það hefur gefið út til þess að útskýra inngönguferlið. Ole hefði ljóslega afar gott af því að kynna sér efni hans: „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur að hvað umsóknarríki að Evrópusambandinu varði snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það með hvaða hætti og hvenær reglur sambandsins séu teknar upp og innleiddar. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins. Með öðrum orðum snúast viðræðurnar þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk þess en ekki hvort það geri það. Varanlegar undanþágur ekki í boði Fullyrt er í svargrein Oles í gær að ég hafi sagt að svonefndar sérlausnir væru ekki í boði þegar ríki gengju í Evrópusambandið og um það snýst öll grein hans. Hins vegar er það alls ekki rétt eins og Ole vissi hefði hann haft fyrir því að lesa greinina mína. Þvert á móti sagði ég einmitt, og vitnaði í gögn sambandsins, að hægt væri að ná fram sérlausnum, sem í Brussel eru reyndar allajafna kallaðar sérstakar aðlaganir, sem og tímabundnum aðlögunum sem yrðu hins vegar að rúmast innan regluverks Evrópusambandsins. Hitt er svo annað mál að ég sagði vissulega að varanlegar undanþágur frá yfirstjórn Evrópusambandsins og regluverki þess væru ekki í boði og vísaði þar bæði í ítrekuð ummæli forystumanna sambandsins um að slíkt væri ekki í boði fyrir umsóknarríki og reynslu ríkja sem sótt hafa um inngöngu í það. Ólíkt varanlegum undaþágum fela sérstakar aðlaganir aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna Evrópusambandsins innan ramma þeirra og breyta engu um það að umsónarríkið fer undir vald sambandsins. Til dæmis benti ég á það að í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið á sínum tíma hefði komið skýrt fram að taka yrði upp allt regluverk þess. Kæmi til sérstakra aðlagana í þeim efnum yrðu þær að rúmast innan ramma regluverksins sem fyrr segir. Tímabundin aðlögun að því yrði að vera „takmörkuð að tíma og umfangi“ og væri einungis í boði í undantekningartilfellum. Í öllum tilfellum mætti slíkt hvorki fela í sér breytingar á reglum sambandsins né stefnumörkun þess. Evrópusambandið ræður ferðinni Fram kemur í grein Oles að Danir hafi fengið nokkrar undanþágur þegar þeir gengu í Evrópusambandið (raunar forvera þess) á sínum tíma. Þar á meðal frá evrunni. Þá hafi verið samþykkt að hvorki Færeyjar né Grænland yrðu hluti þess. Undanþágurnar voru þó veittar í tengslum við samþykkt Maastricht-sáttmálans um tveimur áratugum síðar eftir höfnun Dana á honum í þjóðaratkvæði. Færeyjar fengu heimastjórn eftir síðari heimsstyrjöldina og vildu ekki í sambandið og Grænland vildi úr því þegar það hlaut heimastjórn. Varðandi heimskautalandbúnaðinn, sem Ole nefnir í tengslum við Svía og Finna, felur hann í sér að ríkjum innan Evrópusambandsins sé heimilt að styrkja landbúnað sinn norðan 62. breiddargráðu með eigin skattfé til viðbótar við styrki þess. Stuðningurinn er bundinn í reglugerð sem sambandið setur og ákveður öll skilyrði fyrir. Þar á meðal umfang hans en ekkert lágmark er í þeim efnum, einungis hámark. Fyrir vikið getur stuðningurinn fallið alfarið á brott með breyttri stefnu þess og lagasetningu í landbúnaðarmálum. Hvað Möltu varðar fékk landið ekki undanþágu frá stjórn Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum. Gert er ráð fyrir verndarsvæði innan 25 mílna frá ströndum landsins sem felur ekki í sér undanþágu frá reglu sambandsins um jafnan aðgang ríkja þess að fiskimiðum. Miðað er við stærð fiskibáta og mega einungis bátar sem eru innan við 12 metrar að lengd veiða innan 12-25 mílna. Hafa útgerðir í öðrum ríkjum sambandsins ekki séð sér hag í því að senda svo smáa báta til veiða við landið þrátt fyrir að hafa fullan rétt til þess. Marklausar upplýsingar frá ESB? Með öðrum orðum er deginum ljósara að sérstakar aðlaganir, eða það sem Ole kallar sérlausnir, væru engan veginn til þess fallnar að tryggja hagsmuni okkar Íslendinga kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Fyrir utan annað myndu þær sem fyrr segir engu breyta um það að við færum undir vald sambandsins og yrðu að rúmast inna regluverks þess. Þá er rétt að rifja upp þá staðreynd að vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra sem myndi henta Íslandi afskaplega illa. Hvað annars varðar skýrslu sem unnin var um Evrópusambandið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins árið 2009 varð hún ekki til á landsfundi flokksins það ár eins og Ole vill meina heldur í aðdraganda hans. Voru skýrsluhöfundar ítrekað gerðir afturreka með tillögur að stefnu flokksins í anda skýrslunnar á fundinum. Sjálfur sat ég hann og varð vitni að þeirri atburðarás. Mikil slagsíða var á nefndinni sem samdi skýrsluna og var síðar viðurkennt að markmiðið með skýrslunni hefði verið að breyta stefnu flokksins. Það mistókst. Vert er að árétta það að lokum að greinin mín er reist á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Til að mynda bæði það að reglur sambandsins séu óumsemjanlegar og að sérstakar aðlaganir verði að rúmast innan regluverksins sem enn fremur er að sama skapi reynsla þeirra ríkja sem sótt hafa um inngöngu í það. Með því að hafna því er Ole þannig í raun ekki að andmæla mér heldur Evrópusambandinu. Vandséð er hvernig það geta talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka það sem þaðan kemur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Venjulega þykir það góður siður að lesa greinar sem maður hyggst svara áður en maður svarar þeim. Hins vegar má ljóst vera að sumir hafa það ekki að leiðarljósi. Til að mynda minn góði vinur Ole Anton Bieltvedt. Ég fjallaði þannig um það í grein á Vísir.is í gær að reglur Evrópusambandsins væru óumsemjanlegar þegar ný ríki gengju þar inn. Þar vitnaði ég beint til orða sambandsins sjálfs, nánar tiltekið bæklings sem það hefur gefið út til þess að útskýra inngönguferlið. Ole hefði ljóslega afar gott af því að kynna sér efni hans: „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur að hvað umsóknarríki að Evrópusambandinu varði snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það með hvaða hætti og hvenær reglur sambandsins séu teknar upp og innleiddar. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins. Með öðrum orðum snúast viðræðurnar þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk þess en ekki hvort það geri það. Varanlegar undanþágur ekki í boði Fullyrt er í svargrein Oles í gær að ég hafi sagt að svonefndar sérlausnir væru ekki í boði þegar ríki gengju í Evrópusambandið og um það snýst öll grein hans. Hins vegar er það alls ekki rétt eins og Ole vissi hefði hann haft fyrir því að lesa greinina mína. Þvert á móti sagði ég einmitt, og vitnaði í gögn sambandsins, að hægt væri að ná fram sérlausnum, sem í Brussel eru reyndar allajafna kallaðar sérstakar aðlaganir, sem og tímabundnum aðlögunum sem yrðu hins vegar að rúmast innan regluverks Evrópusambandsins. Hitt er svo annað mál að ég sagði vissulega að varanlegar undanþágur frá yfirstjórn Evrópusambandsins og regluverki þess væru ekki í boði og vísaði þar bæði í ítrekuð ummæli forystumanna sambandsins um að slíkt væri ekki í boði fyrir umsóknarríki og reynslu ríkja sem sótt hafa um inngöngu í það. Ólíkt varanlegum undaþágum fela sérstakar aðlaganir aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna Evrópusambandsins innan ramma þeirra og breyta engu um það að umsónarríkið fer undir vald sambandsins. Til dæmis benti ég á það að í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið á sínum tíma hefði komið skýrt fram að taka yrði upp allt regluverk þess. Kæmi til sérstakra aðlagana í þeim efnum yrðu þær að rúmast innan ramma regluverksins sem fyrr segir. Tímabundin aðlögun að því yrði að vera „takmörkuð að tíma og umfangi“ og væri einungis í boði í undantekningartilfellum. Í öllum tilfellum mætti slíkt hvorki fela í sér breytingar á reglum sambandsins né stefnumörkun þess. Evrópusambandið ræður ferðinni Fram kemur í grein Oles að Danir hafi fengið nokkrar undanþágur þegar þeir gengu í Evrópusambandið (raunar forvera þess) á sínum tíma. Þar á meðal frá evrunni. Þá hafi verið samþykkt að hvorki Færeyjar né Grænland yrðu hluti þess. Undanþágurnar voru þó veittar í tengslum við samþykkt Maastricht-sáttmálans um tveimur áratugum síðar eftir höfnun Dana á honum í þjóðaratkvæði. Færeyjar fengu heimastjórn eftir síðari heimsstyrjöldina og vildu ekki í sambandið og Grænland vildi úr því þegar það hlaut heimastjórn. Varðandi heimskautalandbúnaðinn, sem Ole nefnir í tengslum við Svía og Finna, felur hann í sér að ríkjum innan Evrópusambandsins sé heimilt að styrkja landbúnað sinn norðan 62. breiddargráðu með eigin skattfé til viðbótar við styrki þess. Stuðningurinn er bundinn í reglugerð sem sambandið setur og ákveður öll skilyrði fyrir. Þar á meðal umfang hans en ekkert lágmark er í þeim efnum, einungis hámark. Fyrir vikið getur stuðningurinn fallið alfarið á brott með breyttri stefnu þess og lagasetningu í landbúnaðarmálum. Hvað Möltu varðar fékk landið ekki undanþágu frá stjórn Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum. Gert er ráð fyrir verndarsvæði innan 25 mílna frá ströndum landsins sem felur ekki í sér undanþágu frá reglu sambandsins um jafnan aðgang ríkja þess að fiskimiðum. Miðað er við stærð fiskibáta og mega einungis bátar sem eru innan við 12 metrar að lengd veiða innan 12-25 mílna. Hafa útgerðir í öðrum ríkjum sambandsins ekki séð sér hag í því að senda svo smáa báta til veiða við landið þrátt fyrir að hafa fullan rétt til þess. Marklausar upplýsingar frá ESB? Með öðrum orðum er deginum ljósara að sérstakar aðlaganir, eða það sem Ole kallar sérlausnir, væru engan veginn til þess fallnar að tryggja hagsmuni okkar Íslendinga kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Fyrir utan annað myndu þær sem fyrr segir engu breyta um það að við færum undir vald sambandsins og yrðu að rúmast inna regluverks þess. Þá er rétt að rifja upp þá staðreynd að vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra sem myndi henta Íslandi afskaplega illa. Hvað annars varðar skýrslu sem unnin var um Evrópusambandið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins árið 2009 varð hún ekki til á landsfundi flokksins það ár eins og Ole vill meina heldur í aðdraganda hans. Voru skýrsluhöfundar ítrekað gerðir afturreka með tillögur að stefnu flokksins í anda skýrslunnar á fundinum. Sjálfur sat ég hann og varð vitni að þeirri atburðarás. Mikil slagsíða var á nefndinni sem samdi skýrsluna og var síðar viðurkennt að markmiðið með skýrslunni hefði verið að breyta stefnu flokksins. Það mistókst. Vert er að árétta það að lokum að greinin mín er reist á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Til að mynda bæði það að reglur sambandsins séu óumsemjanlegar og að sérstakar aðlaganir verði að rúmast innan regluverksins sem enn fremur er að sama skapi reynsla þeirra ríkja sem sótt hafa um inngöngu í það. Með því að hafna því er Ole þannig í raun ekki að andmæla mér heldur Evrópusambandinu. Vandséð er hvernig það geta talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka það sem þaðan kemur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun