Ralf Schumacher kemur út úr skápnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 10:01 Ralf Schumacher frumsýndi nýja kærastann á Instagram-síðu sinni í gær. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Ralf Schumacher, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 og yngri bróðir sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher, hefur tilkynnt að hann sé samkynhneigður. Schumacher birti mynd á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hann heldur utan um annan mann og þeir horfa saman á sólsetrið. Sá heitir Etienne og hafa þeir Ralf verið í sambandi í um tvö ár. „Það fallegasta við þetta líf er þegar þú finnur réttan félaga til að hafa þér við hlið og getur deilt öllu með,“ ritar Schumacher með færslunni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ralf Schumacher (@ralfschumacher_rsc) Schumacher, sem er 49 ára gamall, var giftur fyrirsætunni Cora-Caroline Brinkmann frá árinu 2001. Saman eiga þau einn son, David Schumacher, en þau skildu árið 2015. Hann keppti í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 með liðum Jordan, Williams og Toyota. Ferill Ralf Schumacher er ekki eins glæstur og hjá eldri bróður hans Michael Schumacer sem á sínum tíma varð sjö sinnum heimsmeistari. Ralf Schumacher keppti alls 180 sinnum í Formúlu 1 og fagnaði sigri í sex keppnum. Hann og Michael eru því einu bræðurnir sem hafa fagnað sigri í Formúlu 1. Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Schumacher birti mynd á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hann heldur utan um annan mann og þeir horfa saman á sólsetrið. Sá heitir Etienne og hafa þeir Ralf verið í sambandi í um tvö ár. „Það fallegasta við þetta líf er þegar þú finnur réttan félaga til að hafa þér við hlið og getur deilt öllu með,“ ritar Schumacher með færslunni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ralf Schumacher (@ralfschumacher_rsc) Schumacher, sem er 49 ára gamall, var giftur fyrirsætunni Cora-Caroline Brinkmann frá árinu 2001. Saman eiga þau einn son, David Schumacher, en þau skildu árið 2015. Hann keppti í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 með liðum Jordan, Williams og Toyota. Ferill Ralf Schumacher er ekki eins glæstur og hjá eldri bróður hans Michael Schumacer sem á sínum tíma varð sjö sinnum heimsmeistari. Ralf Schumacher keppti alls 180 sinnum í Formúlu 1 og fagnaði sigri í sex keppnum. Hann og Michael eru því einu bræðurnir sem hafa fagnað sigri í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira