Skoðun

Svifhrifavaldar

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Í myrkri næturinnar svífa þeir, óséðir og þögulir, eins og óorðinn leyndardómur. Svifhrifavaldar sem líkjast örsmáum, ósýnilegum vetrarbrautum sem leika um andrúmsloftið.

Eins og ósýnilegir dansarar í myrkri, sem leggja af stað í langar ferðir um heiminn, svífa yfir borgir og sveitir og fara inn í hjörtu menningar og náttúru. Með andardrættinum setjast þeir eins og myrkviður sem teygir sig inn á heilögustu svæði mannslíkamans. Í myrkum háloftum musterisins hefur hann ferðalagið og ferðast með æðum, inn í blóðrásina og leggst á frumurnar okkar.

Svifhrif sem hefjast með agnarsmáum kröftum skilja eftir sig ör, sem ekkert auga getur séð. Svifhrifavaldar dansa fram á nótt, setjast svo niður á laufblöðin, í jörðina, vötnin og árnar, þar sem skilin eru kemísk og jafnvægistruflandi spor, á vistkerfinu, sem skaðast og á lífinu, sem breytist. Svifhrif smágerðra, óséðra agnarsmárra agna sem dreifa sér með vindi, umbreyta jarðvegi í eitur og vatni í drepsótt.

Það er eitthvað heillandi og ógnvekjandi við ósýnileg öfl, sem minnir okkur á að heimurinn er fullur af undrum og vá, sem fara á stjá en enginn fær að sjá en berst með hverjum andardrætti, svifi og dropa, sem vellur og fellur.

Höfundur er lögfræðingur.




Skoðun

Skoðun

Á­kall um kjark

Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Sjá meira


×