Uppgjörið: FH - HK 3-1 | FH-ingar aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 15. júlí 2024 22:00 FH-ingar eru komnir upp í 4. sæti Bestu deildarinnar. vísir/diego FH vann öruggan 3-1 sigur gegn HK. Staðan var 1-1 í hálfleik en skiptingar Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, skiluðu sínu og FH vann 3-1. FH-ingar byrjuðu með látum. Það var spilað á eitt mark fyrstu fimmtán mínúturnar og Björn Daníel Sverrisson fékk góð færi til að koma heimamönnum yfir. Á fjórtándu mínútu braut Ísak Óli Ólafsson ísinn þegar hann stangaði hornspyrnu Kjartans Kára Halldórssonar í markið. Óvæntir hlutir gerðust á 33. mínútu. Gegn gangi leiksins jöfnuðu HK-ingar upp úr skyndisókn eftir hornspyrnu FH. Atli Þór Jónasson komst einn í gegn en Ástbjörn Þórðarson tæklaði boltann en Birnir Breki Burknason var fyrstur á boltann og skoraði í autt markið. Staðan í hálfleik var 1-1. FH byrjaði seinni hálfleik ekki af sama krafti og liðið gerði í fyrri hálfleik. Bæði lið ógnuðu lítið fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar og sköpuðu fá færi. Varamaðurinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson kom FH yfir á 79. mínútu. Eftir hornspyrnu datt boltinn fyrir Bjarna sem lét vaða fyrir utan teig og skoraði. Skömmu síðar bætti Sigurður Bjartur Hallsson við þriðja marki FH. Vuk Oskar Dimitrijevic átti laglegan undirbúning þar sem hann splundraði vörn HK-inga og lagði boltann síðan á Sigurð Bjart sem skoraði. Niðurstaðan 3-1 sigur FH-inga. Atvik leiksins Skiptingar Heimis Guðjónssonar breyttu leiknum. Á 70. mínútu gerði Heimir tvær breytingar og fimm mínútum síðar kom önnur skipting. Bjarni Guðjón Brynjólfsson kom inn á og skoraði annað mark FH og Vuk Oskar Dimitrijevic kom einnig inn á og lagði upp þriðja markið. Stjörnur og skúrkar Bjarni Guðjón Brynjólfsson hefur fengið lítið af tækifærum í FH treyjunni en var góður í dag og skoraði laglegt mark. Vörn HK míglekur og það gengur ansi illa fyrir liðið að verjast. HK hefur ekki haldið hreinu síðan 18. júlí á síðasta ári. Liðið var í miklum vandræðum með föst leikatriði í kvöld og FH skoraði tvö mörk upp úr hornspyrnu. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leik kvöldsins. Ívar hafði góða stjórn á leiknum, þurfti ekki taka neinar erfiðar ákvarðanir og komst vel frá sínu. Stemning og umgjörð Það var allt til fyrirmyndar í Krikanum. Veðrið lék við vallargesti og grasið var upp á tíu. Það var létt yfir Tómasi Mayer sem var allt í öllu fyrir leik að gera og græja. „Ánægður með þá sem komu inn á“ Heimir GuðjónssonVísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga, var ánægður með 3-1 sigur gegn HK. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur í ljósi þess að HK tapaði 8-0 í síðustu umferð og keppnismenn vilja alltaf svara fyrir sig. Mér fannst þeir gefa okkur erfiðan leik en sigurinn var sanngjarn,“ sagði Heimir eftir leik. FH byrjaði leikinn af krafti og heimamenn fengu fullt af færum til þess að skora meira en eitt mark. „Við óðum í færum fyrstu tuttugu mínúturnar en við fórum af bensíngjöfinni og hleyptum þeim inni í leikinn og þeir jöfnuðu.“ Heimir var gríðarlega ánægður með skiptingarnar og þá leikmenn sem komu inn á. „Ég var ánægður með þá sem komu inn á. Jóhann Ægir, Gyrðir, Vuk og Bjarni stóðu sig allir vel og hjálpuðu liðinu að landa þessum sigri.“ „Það er það sem ég er svo ánægður með. Auðvitað er það þannig í fótbolta að menn eiga ekki að vera ánægðir á bekknum en þegar þeir fá tækifæri eiga þeir að koma inn á og hjálpa liðinu sem þeir gerðu.“ Heimir sagði að það væri möguleiki á því að hann myndi styrkja liðið í félagaskiptaglugganum og Úlfur Ágúst á bara eftir að spila tvo leiki áður en hann fer til Bandaríkjana. „Mér finnst ég hafa fengið mjög lítið af tækifærum“ Bjarni Guðjón Brynjólfsson, leikmaður FH, var ánægður með sigurinn og markið sem hann skoraði. „Mér fannst við vera mjög góðir fyrstu tuttugu mínúturnar en síðan slokknaði á okkur og HK tókst að jafna. Við ætluðum að gera betur í seinni hálfleik og við unnum verðskuldaðan sigur,“ sagði Bjarni Guðjón í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Við skoruðum þetta mark og við héldum að þeir væru alveg brotnir eftir síðasta leik og við slökuðum á.“ Bjarni kom inn á sem varamaður og skoraði annað mark FH. Bjarni var ánægður með markið en vissi ekki alveg hvernig hann ætti að fagna. „Ég fékk boltann á d boganum, náði fínni fyrstu snertingu og ég skaut á markið og boltinn fór í netið. Það var fínt fyrir mig að ná þessu. „Ég var glaður að boltinn hafi farið í netið og ég ætlaði ekkert að fagna neitt rosalega en strákarnir mönuðu mig upp í það.“ Aðspurður hvort hann hafi fengið nógu mörg tækifæri í FH treyjunni sagði Bjarni að svo væri ekki að hans mati. „Mér finnst ég hafa fengið mjög lítið af tækifærum en ég er í góðum samskiptum við Heimi og þjálfarateymið og ég er að vinna mig inn í þetta,“ sagði Bjarni Guðjón að lokum. Besta deild karla FH HK
FH vann öruggan 3-1 sigur gegn HK. Staðan var 1-1 í hálfleik en skiptingar Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, skiluðu sínu og FH vann 3-1. FH-ingar byrjuðu með látum. Það var spilað á eitt mark fyrstu fimmtán mínúturnar og Björn Daníel Sverrisson fékk góð færi til að koma heimamönnum yfir. Á fjórtándu mínútu braut Ísak Óli Ólafsson ísinn þegar hann stangaði hornspyrnu Kjartans Kára Halldórssonar í markið. Óvæntir hlutir gerðust á 33. mínútu. Gegn gangi leiksins jöfnuðu HK-ingar upp úr skyndisókn eftir hornspyrnu FH. Atli Þór Jónasson komst einn í gegn en Ástbjörn Þórðarson tæklaði boltann en Birnir Breki Burknason var fyrstur á boltann og skoraði í autt markið. Staðan í hálfleik var 1-1. FH byrjaði seinni hálfleik ekki af sama krafti og liðið gerði í fyrri hálfleik. Bæði lið ógnuðu lítið fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar og sköpuðu fá færi. Varamaðurinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson kom FH yfir á 79. mínútu. Eftir hornspyrnu datt boltinn fyrir Bjarna sem lét vaða fyrir utan teig og skoraði. Skömmu síðar bætti Sigurður Bjartur Hallsson við þriðja marki FH. Vuk Oskar Dimitrijevic átti laglegan undirbúning þar sem hann splundraði vörn HK-inga og lagði boltann síðan á Sigurð Bjart sem skoraði. Niðurstaðan 3-1 sigur FH-inga. Atvik leiksins Skiptingar Heimis Guðjónssonar breyttu leiknum. Á 70. mínútu gerði Heimir tvær breytingar og fimm mínútum síðar kom önnur skipting. Bjarni Guðjón Brynjólfsson kom inn á og skoraði annað mark FH og Vuk Oskar Dimitrijevic kom einnig inn á og lagði upp þriðja markið. Stjörnur og skúrkar Bjarni Guðjón Brynjólfsson hefur fengið lítið af tækifærum í FH treyjunni en var góður í dag og skoraði laglegt mark. Vörn HK míglekur og það gengur ansi illa fyrir liðið að verjast. HK hefur ekki haldið hreinu síðan 18. júlí á síðasta ári. Liðið var í miklum vandræðum með föst leikatriði í kvöld og FH skoraði tvö mörk upp úr hornspyrnu. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leik kvöldsins. Ívar hafði góða stjórn á leiknum, þurfti ekki taka neinar erfiðar ákvarðanir og komst vel frá sínu. Stemning og umgjörð Það var allt til fyrirmyndar í Krikanum. Veðrið lék við vallargesti og grasið var upp á tíu. Það var létt yfir Tómasi Mayer sem var allt í öllu fyrir leik að gera og græja. „Ánægður með þá sem komu inn á“ Heimir GuðjónssonVísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga, var ánægður með 3-1 sigur gegn HK. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur í ljósi þess að HK tapaði 8-0 í síðustu umferð og keppnismenn vilja alltaf svara fyrir sig. Mér fannst þeir gefa okkur erfiðan leik en sigurinn var sanngjarn,“ sagði Heimir eftir leik. FH byrjaði leikinn af krafti og heimamenn fengu fullt af færum til þess að skora meira en eitt mark. „Við óðum í færum fyrstu tuttugu mínúturnar en við fórum af bensíngjöfinni og hleyptum þeim inni í leikinn og þeir jöfnuðu.“ Heimir var gríðarlega ánægður með skiptingarnar og þá leikmenn sem komu inn á. „Ég var ánægður með þá sem komu inn á. Jóhann Ægir, Gyrðir, Vuk og Bjarni stóðu sig allir vel og hjálpuðu liðinu að landa þessum sigri.“ „Það er það sem ég er svo ánægður með. Auðvitað er það þannig í fótbolta að menn eiga ekki að vera ánægðir á bekknum en þegar þeir fá tækifæri eiga þeir að koma inn á og hjálpa liðinu sem þeir gerðu.“ Heimir sagði að það væri möguleiki á því að hann myndi styrkja liðið í félagaskiptaglugganum og Úlfur Ágúst á bara eftir að spila tvo leiki áður en hann fer til Bandaríkjana. „Mér finnst ég hafa fengið mjög lítið af tækifærum“ Bjarni Guðjón Brynjólfsson, leikmaður FH, var ánægður með sigurinn og markið sem hann skoraði. „Mér fannst við vera mjög góðir fyrstu tuttugu mínúturnar en síðan slokknaði á okkur og HK tókst að jafna. Við ætluðum að gera betur í seinni hálfleik og við unnum verðskuldaðan sigur,“ sagði Bjarni Guðjón í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Við skoruðum þetta mark og við héldum að þeir væru alveg brotnir eftir síðasta leik og við slökuðum á.“ Bjarni kom inn á sem varamaður og skoraði annað mark FH. Bjarni var ánægður með markið en vissi ekki alveg hvernig hann ætti að fagna. „Ég fékk boltann á d boganum, náði fínni fyrstu snertingu og ég skaut á markið og boltinn fór í netið. Það var fínt fyrir mig að ná þessu. „Ég var glaður að boltinn hafi farið í netið og ég ætlaði ekkert að fagna neitt rosalega en strákarnir mönuðu mig upp í það.“ Aðspurður hvort hann hafi fengið nógu mörg tækifæri í FH treyjunni sagði Bjarni að svo væri ekki að hans mati. „Mér finnst ég hafa fengið mjög lítið af tækifærum en ég er í góðum samskiptum við Heimi og þjálfarateymið og ég er að vinna mig inn í þetta,“ sagði Bjarni Guðjón að lokum.
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti