Uppgjörið: Fylkir - ÍA 3-0 | Fylkismenn skelltu Skagamönnum niður á jörðina Árni Jóhannsson skrifar 15. júlí 2024 21:10 Orri Sveinn Segatta skoraði annað mark Fylkis. vísir/diego Fylkir lyfti sér upp af botni Bestu deildar karla með góðum 3-0 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Árbænum í kvöld. Skagamönnum var kippt á jörðina og það harkalega en þó að gestirnir hafi þjarmað að Árbæingum gekk ekki að koma boltanum yfir línuna. Þegar einn af stuðningsmönnum Fylkis rak hausinn inn í blaðamannastúkuna fyrir leik og sagði að leikurinn færi 4-0 fyrir Fylki þá tóku viðstaddir þeirri fullyrðingu með ansi góðum fyrirvara. Enda um leik botnliðsins á móti heitasta liði deildarinnar að ræða. Þessi ágæti maður var nærrum því sannspár og bjartsýni hans mögulega smitast inn á völlinn. Eftir rólega byrjun þá tóku leikar að æsast og þó að gestirnir hafi verið með boltann lungan af upphafsmínútunum þá voru það Fylkismenn sem fóru að ógna með hraðaupphlaupum sínum og þá sérstaklega eftir föst leikatriði Skagamanna. Á 16. mínútu komust heimamenn yfir þegar Skagamenn einmitt voru hátt á vellinum. Ómar Björn Stefánsson klippti boltann út á kantinn á Guðmund Tyrfingss. sem spretti inn á vítateig gestanna. Á sama tíma spretti Ómar inn á teiginn miðjan og fékk sendingu í lappirnar þar sem hann átti bara eftir að renna boltanum yfir línuna. Þetta virtist slá ÍA út af laginu og voru Fylkismenn sterkari aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og náðu að bæta við marki 13 mínútum síðar þegar Orri Sveinn Segatta skallaði hornspyrnu frá Arnór Breka Ásþórssyni í autt markið en Árni Marínó í markinu hjá ÍA virtist renna í teignum og ekki geta beitt sér af fullum krafti í það skiptið. Fylkir var yfir í hálfleik og voru vel að því komnir en seinni hálfleikur þróaðist eins og von var á. Skagamenn þjörmuðu vel að heimamönnum sem biðu átekta og voru tilbúnir að berjast. ÍA fékk færi til að skora en allt kom fyrir ekki, varnarmenn Fylkis voru duglegir að henda sér fyrir skot og fyrirgjafir og Ólafur Kristófer Helgason stóð sína vakt í markinu með miklum sóma. Fylkismenn gerðu síðan út um leikinn þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en þá komust þeir aftur í skyndisókn þar sem Nikulás Val Gunnarsson komst einn í gegn og var með varamanninn Aron Snæ Guðbjörnsson með sér. Boltanum var rennt fyrir og Aron þurfti lítið að gera annað en að þrýsta boltanum yfir marklínuna. Leiknum lauk síðan og áðdáendur sem og leikmenn Fylkis ærðust úr fögnuði enda um mikilvæg þrjú stig að ræða. Atvik leiksins Á 15. mínútu leiksins var Jóhannes Vall að komast í gegnum vörn heimamanna en för hans var heft þegar Sigurbergur Áki Jörundsson lagði hönd á öxlina hans. Jón Þór sem og aðrir Skagamenn voru alveg grautfúlir enda vildu þeir fá brot dæmt og Sigurberg Áka í sturtu. Þetta hefði mögulega breytt landslagi leiksins ef svo hefði farið. Mínútu síðar voru Fylkismenn komnir yfir og Skagamenn slegnir út af laginu. Stjörnur og skúrkar Sóknarmenn Fylkis hafa ekki alltaf náð að skila sínu í sumar í en í dag var vel farið með færin. Ómar Björn Stefánsson, Guðmundur Tyrfingsson og Nikulás Val Gunnarsson lögðu allir lóð sín á vogaskálarnar í annars góðri liðsframmistöðu heimamanna. Það er svo ekki hægt að taka einn skúrk út úr liði ÍA en sóknarmenn þeirra nýttu ekki færin sem sköpuðust. Stemmning og umgjörð Aðstæður frábærar í dag og 758 áhorfendur létu vel í sér heyra allan tímann. Stemmningin frábær og Würth völlurinn í Árbænum stórglæsilegur í kvöldsólinni. Dómarinn Jóhann Ingi Jónsson hafði fín tök á þessum leik. Hélt línunni og hallaði á hvorugt liðið í stóru strokunum. Það þarf hinsvegar að taka fyrir atriðið á 15. mínútu þar sem hann hefði getað sent Fylkismann út af og fyrir það er dregið af honum og endar með sex í einkunn. Viðtöl Jón Þór: Gerðum okkur helvíti erfitt fyrir í fyrri hálfleik Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ósáttur með ýmislegt.Vísir/Hulda Margrét Þjálfari ÍA, Jón Þór Hauksson, var sjáanlega ósáttur og var því spurður að því hvað hann væri ósáttastur með eftir tap hans manna gegn Fylki í kvöld „Við náttúrlega gerðum okkur helvíti erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Það var þungt að lenda 2-0 undir og það var þung staða í hálfleik. Ég var þó ánægður með það að við gerðum hvað við gátum til að koma okkur aftur inn í leikinn og sköpuðum okkur færin til þess að gera það en þetta bara féll ekki með okkur í kvöld. Mér fannst krafturinn vera til staðar og mér fannst framan af seinni hálfleik bara eitt lið á vellinum.“ „Ég er auðvitað svekktur að hafa ekki náð að gera okkur mat úr nokkrum stöðum í seinni hálfleik. Fylkir klárar síðan leikin þar sem við gerum okkur seka um að skilja allt eftir galopið til baka. Ég óska Fylkismönnum til hamingju með sigurinn. Frábær sigur hjá þeim.“ Í atviki leiksins, sem rætt er hér að ofan, var Jón Þór svo mjög ósáttur við að dómari leiksins hafi ekkert aðhafst. „Ég er helvíti svekktur með það þegar Jóhannes er að sleppa inn fyrir vörnina þeirra og dómarinn ákveður að dæma ekki neitt. Það var klárlega brot og hann klárlega togaði í Jóhannes og þó að hann hafi ekki farið niður þá var þetta klárlega brot og rautt spjald. Í stöðunni 0-0 með 70 mínútur eftir þá var þetta risastórt atriði. Svo skora þeir skömmu eftir og það sló okkur full mikið út af lagin. Það gerði stöðuna erfiða í hálfleik. Við náðum að snúa því við en því miður gekk þetta ekki í dag.“ Jón Þór var spurður hvort hann hefði einhverjar áhyggjur eftir þennan skell. „Þetta er auðvitað skellur. Við þurfum að koma okkur aftur á lappir og gera það strax. Ég hef ekki áhyggjur en það þarf að gera það. Ég treysti strákunum fyllilega til að gera það fljótt og vel. Rúnar Páll: Við erum upp við vegg, við erum að klífa fjallið Rúnar Páll gat verið kátur með leikinn í kvöld.Vísir/Pawel Þjálfari Fylkis var á öndverðum meiði við kollega sinn af Skaganum enda frábær sigur eftir mjög góða frammistöðu í kvöld. Rúnar Páll var spurður að því fyrst og fremst hvort þetta hafi verið besti leikur Fylkis í sumar. „Hann var bara mjög fínn þessi leikur. Ég veit ekki hvort hann hafi verið sá besti en við skoruðum þrjú mörk, frábær mörk og héldum hreinu. Það segir ýmislegt.“ Hvað var það helst sem skilaði sigrinum í kvöld? „Við spiluðum bara feyki góða vörn og náðum að stoppa vængbakverðina þeirra. Hafsentarnir voru að gefa dálítið fyrir og við gátum stoppað það. Svo vorum við stór hættulegir í skyndisóknum. Svo vörðumst við allir mjög vel. Óli var svo frábær í markinu og tók mikið til sín þar og drengirnir eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu.“ Rúnar vildi ekki meina að hann hafi þurft að segja eitthvað við sína menn fyrir leik. Það var mikill andi í Fylkisliðinu frá fyrstu mínútu. „Nei, við erum náttúrlega bara í neðsta sæti í deildinni og við verðum að nýta heimavöllinn til að ná í þessi stig. Ég held að við séum búnir að vinna síðustu þrjá heimaleiki og það er bara það sem þarf til og við verðum bara að hugsa um einn leik í einu. Hérna þurfum við að ná í stigin okkar. Við erum upp við vegg, við erum að klífa fjallið. Við erum á botninum og það var bara hrikalega mikill karakter í liðinum sem langaði að vinna leikinn.“ Rúnar var ekki með einhverjar töfralausnir varðandi það að taka með sér andann og kraftinn í næsta leik gegn Stjörnunni. „Við æfum vel og Stjarnan á sunnudaginn. Við reynum að koma undirbúnir í þann leik. Við erum að fara á erfiðan en skemmtilegan útivöll í mínum heimabæ sem verður gaman. Stjarnan að koma úr Evrópu verkefni þannig að við komum bara með bullandi sjálfstraust og frussandi gleði í þann leik.“ Það er mikið um meiðsli í herbúðum Fylkis og hlýtur það að gleðja þjálfarahjartað að sjá að breiddin er næg í liðinu til að skila úrslitum eins og í kvöld. „Við vitum það að Gummi og Dóri eru hrikalega vinnusamir strákar sem gefast aldrei upp. Mjög aggressívir. Þeir höfðu það hlutverk að passa upp á vængbakverðina þeirra og gerðu það 100%. Það er eitt af mörgum þáttum sem skiluðu sigrinum. Svo skoruðum við frábær mörk, ótrúlega vel útfærð. Fyrsta markið hjá Ómari og svo þriðja markið. Svo skoruðum við loksins úr hornspyrn og það er bara frábært fyrir drengina að uppskera svona.“ Besta deild karla Fylkir ÍA
Fylkir lyfti sér upp af botni Bestu deildar karla með góðum 3-0 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Árbænum í kvöld. Skagamönnum var kippt á jörðina og það harkalega en þó að gestirnir hafi þjarmað að Árbæingum gekk ekki að koma boltanum yfir línuna. Þegar einn af stuðningsmönnum Fylkis rak hausinn inn í blaðamannastúkuna fyrir leik og sagði að leikurinn færi 4-0 fyrir Fylki þá tóku viðstaddir þeirri fullyrðingu með ansi góðum fyrirvara. Enda um leik botnliðsins á móti heitasta liði deildarinnar að ræða. Þessi ágæti maður var nærrum því sannspár og bjartsýni hans mögulega smitast inn á völlinn. Eftir rólega byrjun þá tóku leikar að æsast og þó að gestirnir hafi verið með boltann lungan af upphafsmínútunum þá voru það Fylkismenn sem fóru að ógna með hraðaupphlaupum sínum og þá sérstaklega eftir föst leikatriði Skagamanna. Á 16. mínútu komust heimamenn yfir þegar Skagamenn einmitt voru hátt á vellinum. Ómar Björn Stefánsson klippti boltann út á kantinn á Guðmund Tyrfingss. sem spretti inn á vítateig gestanna. Á sama tíma spretti Ómar inn á teiginn miðjan og fékk sendingu í lappirnar þar sem hann átti bara eftir að renna boltanum yfir línuna. Þetta virtist slá ÍA út af laginu og voru Fylkismenn sterkari aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og náðu að bæta við marki 13 mínútum síðar þegar Orri Sveinn Segatta skallaði hornspyrnu frá Arnór Breka Ásþórssyni í autt markið en Árni Marínó í markinu hjá ÍA virtist renna í teignum og ekki geta beitt sér af fullum krafti í það skiptið. Fylkir var yfir í hálfleik og voru vel að því komnir en seinni hálfleikur þróaðist eins og von var á. Skagamenn þjörmuðu vel að heimamönnum sem biðu átekta og voru tilbúnir að berjast. ÍA fékk færi til að skora en allt kom fyrir ekki, varnarmenn Fylkis voru duglegir að henda sér fyrir skot og fyrirgjafir og Ólafur Kristófer Helgason stóð sína vakt í markinu með miklum sóma. Fylkismenn gerðu síðan út um leikinn þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en þá komust þeir aftur í skyndisókn þar sem Nikulás Val Gunnarsson komst einn í gegn og var með varamanninn Aron Snæ Guðbjörnsson með sér. Boltanum var rennt fyrir og Aron þurfti lítið að gera annað en að þrýsta boltanum yfir marklínuna. Leiknum lauk síðan og áðdáendur sem og leikmenn Fylkis ærðust úr fögnuði enda um mikilvæg þrjú stig að ræða. Atvik leiksins Á 15. mínútu leiksins var Jóhannes Vall að komast í gegnum vörn heimamanna en för hans var heft þegar Sigurbergur Áki Jörundsson lagði hönd á öxlina hans. Jón Þór sem og aðrir Skagamenn voru alveg grautfúlir enda vildu þeir fá brot dæmt og Sigurberg Áka í sturtu. Þetta hefði mögulega breytt landslagi leiksins ef svo hefði farið. Mínútu síðar voru Fylkismenn komnir yfir og Skagamenn slegnir út af laginu. Stjörnur og skúrkar Sóknarmenn Fylkis hafa ekki alltaf náð að skila sínu í sumar í en í dag var vel farið með færin. Ómar Björn Stefánsson, Guðmundur Tyrfingsson og Nikulás Val Gunnarsson lögðu allir lóð sín á vogaskálarnar í annars góðri liðsframmistöðu heimamanna. Það er svo ekki hægt að taka einn skúrk út úr liði ÍA en sóknarmenn þeirra nýttu ekki færin sem sköpuðust. Stemmning og umgjörð Aðstæður frábærar í dag og 758 áhorfendur létu vel í sér heyra allan tímann. Stemmningin frábær og Würth völlurinn í Árbænum stórglæsilegur í kvöldsólinni. Dómarinn Jóhann Ingi Jónsson hafði fín tök á þessum leik. Hélt línunni og hallaði á hvorugt liðið í stóru strokunum. Það þarf hinsvegar að taka fyrir atriðið á 15. mínútu þar sem hann hefði getað sent Fylkismann út af og fyrir það er dregið af honum og endar með sex í einkunn. Viðtöl Jón Þór: Gerðum okkur helvíti erfitt fyrir í fyrri hálfleik Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ósáttur með ýmislegt.Vísir/Hulda Margrét Þjálfari ÍA, Jón Þór Hauksson, var sjáanlega ósáttur og var því spurður að því hvað hann væri ósáttastur með eftir tap hans manna gegn Fylki í kvöld „Við náttúrlega gerðum okkur helvíti erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Það var þungt að lenda 2-0 undir og það var þung staða í hálfleik. Ég var þó ánægður með það að við gerðum hvað við gátum til að koma okkur aftur inn í leikinn og sköpuðum okkur færin til þess að gera það en þetta bara féll ekki með okkur í kvöld. Mér fannst krafturinn vera til staðar og mér fannst framan af seinni hálfleik bara eitt lið á vellinum.“ „Ég er auðvitað svekktur að hafa ekki náð að gera okkur mat úr nokkrum stöðum í seinni hálfleik. Fylkir klárar síðan leikin þar sem við gerum okkur seka um að skilja allt eftir galopið til baka. Ég óska Fylkismönnum til hamingju með sigurinn. Frábær sigur hjá þeim.“ Í atviki leiksins, sem rætt er hér að ofan, var Jón Þór svo mjög ósáttur við að dómari leiksins hafi ekkert aðhafst. „Ég er helvíti svekktur með það þegar Jóhannes er að sleppa inn fyrir vörnina þeirra og dómarinn ákveður að dæma ekki neitt. Það var klárlega brot og hann klárlega togaði í Jóhannes og þó að hann hafi ekki farið niður þá var þetta klárlega brot og rautt spjald. Í stöðunni 0-0 með 70 mínútur eftir þá var þetta risastórt atriði. Svo skora þeir skömmu eftir og það sló okkur full mikið út af lagin. Það gerði stöðuna erfiða í hálfleik. Við náðum að snúa því við en því miður gekk þetta ekki í dag.“ Jón Þór var spurður hvort hann hefði einhverjar áhyggjur eftir þennan skell. „Þetta er auðvitað skellur. Við þurfum að koma okkur aftur á lappir og gera það strax. Ég hef ekki áhyggjur en það þarf að gera það. Ég treysti strákunum fyllilega til að gera það fljótt og vel. Rúnar Páll: Við erum upp við vegg, við erum að klífa fjallið Rúnar Páll gat verið kátur með leikinn í kvöld.Vísir/Pawel Þjálfari Fylkis var á öndverðum meiði við kollega sinn af Skaganum enda frábær sigur eftir mjög góða frammistöðu í kvöld. Rúnar Páll var spurður að því fyrst og fremst hvort þetta hafi verið besti leikur Fylkis í sumar. „Hann var bara mjög fínn þessi leikur. Ég veit ekki hvort hann hafi verið sá besti en við skoruðum þrjú mörk, frábær mörk og héldum hreinu. Það segir ýmislegt.“ Hvað var það helst sem skilaði sigrinum í kvöld? „Við spiluðum bara feyki góða vörn og náðum að stoppa vængbakverðina þeirra. Hafsentarnir voru að gefa dálítið fyrir og við gátum stoppað það. Svo vorum við stór hættulegir í skyndisóknum. Svo vörðumst við allir mjög vel. Óli var svo frábær í markinu og tók mikið til sín þar og drengirnir eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu.“ Rúnar vildi ekki meina að hann hafi þurft að segja eitthvað við sína menn fyrir leik. Það var mikill andi í Fylkisliðinu frá fyrstu mínútu. „Nei, við erum náttúrlega bara í neðsta sæti í deildinni og við verðum að nýta heimavöllinn til að ná í þessi stig. Ég held að við séum búnir að vinna síðustu þrjá heimaleiki og það er bara það sem þarf til og við verðum bara að hugsa um einn leik í einu. Hérna þurfum við að ná í stigin okkar. Við erum upp við vegg, við erum að klífa fjallið. Við erum á botninum og það var bara hrikalega mikill karakter í liðinum sem langaði að vinna leikinn.“ Rúnar var ekki með einhverjar töfralausnir varðandi það að taka með sér andann og kraftinn í næsta leik gegn Stjörnunni. „Við æfum vel og Stjarnan á sunnudaginn. Við reynum að koma undirbúnir í þann leik. Við erum að fara á erfiðan en skemmtilegan útivöll í mínum heimabæ sem verður gaman. Stjarnan að koma úr Evrópu verkefni þannig að við komum bara með bullandi sjálfstraust og frussandi gleði í þann leik.“ Það er mikið um meiðsli í herbúðum Fylkis og hlýtur það að gleðja þjálfarahjartað að sjá að breiddin er næg í liðinu til að skila úrslitum eins og í kvöld. „Við vitum það að Gummi og Dóri eru hrikalega vinnusamir strákar sem gefast aldrei upp. Mjög aggressívir. Þeir höfðu það hlutverk að passa upp á vængbakverðina þeirra og gerðu það 100%. Það er eitt af mörgum þáttum sem skiluðu sigrinum. Svo skoruðum við frábær mörk, ótrúlega vel útfærð. Fyrsta markið hjá Ómari og svo þriðja markið. Svo skoruðum við loksins úr hornspyrn og það er bara frábært fyrir drengina að uppskera svona.“
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti