Fótbolti

Þjálfari Evrópumeistaranna segir Rodri bestan í heimi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rodri lyftir Evrópumeistarabikarnum.
Rodri lyftir Evrópumeistarabikarnum. getty/Tom Weller

Þjálfari Evrópumeistara Spánar segist hafa besta leikmann heims innan sinna raða.

Spánverjar urðu Evrópumeistarar í fjórða sinn eftir 2-1 sigur á Englendingum á Ólympíuleikvanginum í Berlín í gærkvöldi.

https://www.visir.is/g/20242596189d/spanverjar-evropumeistarar-i-fjorda-sinn

Ungstirnið Lamine Yamal lagði upp fyrra mark Spánar og var valinn besti ungi leikmaður EM. Besti leikmaður mótsins var hins vegar Rodri.

Landsliðsþjálfari Spánar, Luis de la Fuente, hefur mikið álit á Rodri og vill að hann vinni Gullboltann, æðstu einstaklingsverðlaun í fótboltanum.

„Rodri verður að vinna Gullboltann. Gefið honum hann. Hann er einfaldlega besti leikmaður í heimi,“ sagði De la Fuente.

Rodri, sem er 28 ára, hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Manchester City og spænska landsliðinu, nema HM. Hann hefur leikið 56 landsleiki og skorað fjögur mörk. Eitt þeirra kom á EM.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×